Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Snærós Sindradóttir skrifar 15. nóvember 2016 06:30 Zúismi er alvöru trúarbrögð úti í hinum stóra heimi. Hér á landi starfar félagið í pólitískum tilgangi. Yfirlýst markmið sitjandi stjórnar er að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Félagið er eitt stærsta trúfélag landsins. vísir/afp Sigurður Orri Kristjánsson Fréttablaðið/Valli Fari svo að innanríkisráðuneytið úrskurði fyrrum forsvarsmönnum trúfélags zúista á Íslandi í hag varðandi stjórnarskipti í félaginu eiga þeir von á að hagnast um ríflega 33 milljónir króna. Félag zúista starfar nú með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld til skráðra meðlima félagsins en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru skráðir félagar 3.087 talsins. Hvert sóknarbarn greiðir 898 krónur á mánuði til þess trúfélags sem það er skráð í eða 10.776 krónur á ári. Fyrrum forsvarsmenn og stofnendur félagsins eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem eru grunaðir um fjármunabrot meðal annars með því að hafa aflað talsverðra fjárhæða í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Bræðurnir hafa verið til rannsóknar héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við Fréttablaðið búast við því að aðalmeðferð fari fram í máli bræðranna í byrjun næsta árs. Mál bræðranna hafa vakið mikla athygli og var meðal annars fjallað um þá í Kastljósi á síðasta ári þar sem fram kom að þeir hefðu safnað tæplega 200 þúsund dollurum, ríflega 22 milljónum króna, í nýsköpunarverkefni sem aldrei varð af. Vefsíðan lokaði á fjórðu söfnun bræðranna en töluvert tilefni þarf til að söfnun sé lokað. Í millitíðinni auglýsti sýslumaður eftir forsvarsmönnum fyrir trúfélag bræðranna, ellegar yrði félagið lagt niður sökum fámennis. Samkvæmt lögum þurfa 25 manns að vera skráðir í trúfélag svo það teljist virkt. Ný stjórn, án nokkurra tengsla við bræðurna, tók við keflinu og hét því að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Á skömmum tíma varð félagið eitt stærsta trúfélag landsins. Bræðurnir Ágúst og Einar höfðuðu þá mál á hendur Ríkissjóði Íslands til að fá greidd sóknargjöld til félagsins. Kurr er á meðal stjórnarmanna í zúistum vegna málsins enda var markmiðið með að halda félaginu gangandi ekki að einhver myndi hagnast á gjörningnum heldur að endurgreiða sóknargjöld til sóknarbarna. „Málið er bara í biðstöðu. Það er það eina sem hægt er að segja um málið núna,“ segir Snæbjörn Guðmundsson stjórnarmaður. Stjórnin hafi reynt að stofna rekstrarreikning fyrir félagið en málið hafi reynst flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. „Það eru ekki allir alveg á sama máli innan stjórnsýslunnar um hvernig á að höndla þetta. Þeir leggja fram kæru til ráðuneytis og ráðuneytið hefur tekið sér tíma til að fjalla um það og greiða úr flækju sem er komin upp.“ Sigurður Orri Kristjánsson skráði sig í zúista um það leyti sem ný stjórn tók félagið yfir. „Það væri frekar fúlt ef þeir [bræðurnir] fá fjármunina frá íslenskum skattborgurum. Að svona kúl pólitískur gjörningur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labbakúta er frekar frústrerandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sigurður Orri Kristjánsson Fréttablaðið/Valli Fari svo að innanríkisráðuneytið úrskurði fyrrum forsvarsmönnum trúfélags zúista á Íslandi í hag varðandi stjórnarskipti í félaginu eiga þeir von á að hagnast um ríflega 33 milljónir króna. Félag zúista starfar nú með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld til skráðra meðlima félagsins en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru skráðir félagar 3.087 talsins. Hvert sóknarbarn greiðir 898 krónur á mánuði til þess trúfélags sem það er skráð í eða 10.776 krónur á ári. Fyrrum forsvarsmenn og stofnendur félagsins eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem eru grunaðir um fjármunabrot meðal annars með því að hafa aflað talsverðra fjárhæða í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Bræðurnir hafa verið til rannsóknar héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við Fréttablaðið búast við því að aðalmeðferð fari fram í máli bræðranna í byrjun næsta árs. Mál bræðranna hafa vakið mikla athygli og var meðal annars fjallað um þá í Kastljósi á síðasta ári þar sem fram kom að þeir hefðu safnað tæplega 200 þúsund dollurum, ríflega 22 milljónum króna, í nýsköpunarverkefni sem aldrei varð af. Vefsíðan lokaði á fjórðu söfnun bræðranna en töluvert tilefni þarf til að söfnun sé lokað. Í millitíðinni auglýsti sýslumaður eftir forsvarsmönnum fyrir trúfélag bræðranna, ellegar yrði félagið lagt niður sökum fámennis. Samkvæmt lögum þurfa 25 manns að vera skráðir í trúfélag svo það teljist virkt. Ný stjórn, án nokkurra tengsla við bræðurna, tók við keflinu og hét því að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Á skömmum tíma varð félagið eitt stærsta trúfélag landsins. Bræðurnir Ágúst og Einar höfðuðu þá mál á hendur Ríkissjóði Íslands til að fá greidd sóknargjöld til félagsins. Kurr er á meðal stjórnarmanna í zúistum vegna málsins enda var markmiðið með að halda félaginu gangandi ekki að einhver myndi hagnast á gjörningnum heldur að endurgreiða sóknargjöld til sóknarbarna. „Málið er bara í biðstöðu. Það er það eina sem hægt er að segja um málið núna,“ segir Snæbjörn Guðmundsson stjórnarmaður. Stjórnin hafi reynt að stofna rekstrarreikning fyrir félagið en málið hafi reynst flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. „Það eru ekki allir alveg á sama máli innan stjórnsýslunnar um hvernig á að höndla þetta. Þeir leggja fram kæru til ráðuneytis og ráðuneytið hefur tekið sér tíma til að fjalla um það og greiða úr flækju sem er komin upp.“ Sigurður Orri Kristjánsson skráði sig í zúista um það leyti sem ný stjórn tók félagið yfir. „Það væri frekar fúlt ef þeir [bræðurnir] fá fjármunina frá íslenskum skattborgurum. Að svona kúl pólitískur gjörningur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labbakúta er frekar frústrerandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55
Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30