Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 20:45 Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember. Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember.
Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15