Castro og kjarninn Bergur Ebbi skrifar 9. desember 2016 07:00 Fidel Castro er kominn ofan í jörðina. Það lá alltaf fyrir að hann myndi deyja en það segir ekki alla söguna. Hann var brenndur og askan var jörðuð. Lík hans var ekki varðveitt og komið fyrir í grafhýsi eins og líki Leníns. Það er ekki sjálfgefið að svo varð ekki. Það hefði verið töluverð eftirspurn eftir líkinu. Smurður Fidel Castro hefði laðað til sín milljónir ferðamanna árlega. Sjálfur myndi ég frekar borga peninga til að sjá dauðan Castro heldur en lifandi Kanye West, þó að ég sé reyndar aðdáandi hins síðarnefnda. Hvert er ég að fara með þetta? Fidel Castro var ein skærasta stjarna tuttugustu aldar. Hann hafði meiri áhrif á heimsmálin heldur en flestir Bandaríkjaforsetar, meiri áhrif á stemninguna á 7. áratugnum en nokkur hippaleiðtogi og líklega hafa fáir menn á síðari tímum haft jafn mikil áhrif á menntaelítu heimsins og Castro sem þó var ekki með nema eina gráðu í faginu sem snobbaðir fræðimenn telja teknókratíska stílæfingu: lögfræði.Rifflar, vindlar, Adidas Hann var stjarna í öllum skilningi. Andlitið á honum prýddi forsíðu bandaríska stórblaðsins Time alls níu sinnum. Hann var einnig forsíðumódel hjá Life, Esquire og fleiri lífsstílsblöðum. Myndirnar sýndu ekki hefðbundinn stjórnmálamann heldur öskrandi skýrt myndmál. Rifflar, grænar hermannaskyrtur, baskahúfur, vindlar, skegg, konur og æstir aðdáendur. Síðari tíma myndir af Castro sýndu hann oftast í Adidas-galla (hann prófaði reyndar líka Puma og FILA), afslappaðan eins og gamlan rappara. Líklega var hann bara að spila eftir eyranu en það skal fullyrt að ekki einu sinni dýrasta ímyndarskrifstofa veraldar hefði getað skapað svo aðlaðandi myndmál. Ég er einn af þeim sem hef margsinnis á ævinni fengið Fidel Castro á heilann. Ég hef litið á það sem köllun að skilja hann. Ég hef kynnt mér sögu hans og lesið rit eftir hann til að reyna að finna kjarnann. Því meira sem ég las og diskúteraði Castro því minna skildi ég aðdráttaraflið. Ég var að gera grundvallarmistök – og við gerum þessi mistök því miður alltof oft. Kjarninn er ekki alltaf falinn undir yfirborðinu. Kjarninn er ekki alltaf innsta lagið, kvikan í miðjunni eða þess eðlis að maður þurfi að kafa eftir honum. Kjarninn í Fidel Castro er sjálft yfirborðið – og eins þversagnarkennt og það hljómar þá gerir það hann engu minna dýpri.Pípa og Kalashnikov-riffill Það er engan sérstakan sannleika að finna í löngum ritum Fidels Castro um alþjóðavæðingu og ójöfnuð. Það sama á við um ræður hans og aðra hefðbundna intellígensíu. Sannleikurinn var falinn í því að hann lét milljónir manna halda að þar væri eitthvað sérstakt að finna meðan aðdráttaraflið var alltaf byssurnar og vindlarnir. Auðvitað dreymdi píputottandi menntamenn í háskólum Vesturlanda um að halda á Kalashnikov-riffli og vera eins og Fidel eða að minnsta kosti fá að hitta hann og reykja með honum vindil. Það vildi enginn vera þegn hans, það vildi enginn stjórnkerfi hans, fólk vildi bara hann og ímynd hans þó að flestir hefðu líklega ekki viðurkennt það. Þetta var blautur draumur – nánast freudískur – sem lamaði dómgreind milljóna hugsandi manna. Mér finnst sjálfum bara allt í lagi að viðurkenna það. Auk þess er ég alls ekki sá fyrsti sem held fram þessari kenningu. Mig grunar að margar minningargreinar sem nú eru ritaðar um Fidel Castro innihaldi hugmyndir af þessum meiði. Ástæðan fyrir því að ég ritaði þennan pistil er önnur. Boðskapur þessa pistils er hvort það megi yfirfæra Fidel Castro hugmyndina á aðra hluti í samfélaginu. Hvort við séum oft að leita að kjarna undir yfirborði þegar það er einmitt yfirborðið sem inniheldur alla merkinguna. Nú ætla ég að setja fram geysilega alhæfingu og bið þá sem þjást af ofnæmi fyrir slíku að telja upp að tíu. Hér kemur það. Mér finnst risastór hluti allra greininga, skýringa og gagnrýni á fréttaatburði eða menningarafurðir vera tilgangslaus mokstur.Alvöru gull? Hvers vegna er Donald Trump að verða forseti Bandaríkjanna? Ætlar fólk að eyða meira púðri í að rannsaka það mál með lýðfræðilegum kenningum eða að það sé algóriþma samfélagsmiðla að kenna? Sannleikann í því máli er ekki að finna með því að leita að kjarnanum undir yfirborðinu. Kjarninn er sjálft yfirborðið. Gylltur maður með hár úr gulli sem býr í gullturni vann kosningar því tugir milljóna manna og kvenna vilja það sem glóir. Fólk vill gull. Þið megið rétta mér Nóbelinn núna. Þá segja sumir á móti. En gullið hans Donalds Trump er ekki alvöru gull. Hann er feik! En það er nákvæmlega þarna sem moksturinn hefst. Því hvað er alvöru gull? Er nóg að það sé 14 karata? Þarf það kannski að vera 18 karata? 20 karata? Eða þarf það að vera hreinasta gull í heimi, svokallað 999.999 gull, sem þó er reyndar ekki 100%. Þarf að fylgja vottorð frá lærðum gullsmiði til að gullið sé alvöru? Skiptir máli í hvaða skóla hann lærði gullsmíði? Hver er kjarninn í málinu? Hann krefst ekki rannsóknarvinnu. Ásóknin í gull er í sínu hreinasta eðli ásókn í það sem skiptir ekki máli. Ef það glóir á yfirborðinu og fólk girnist það þá þarf ekki að kafa neitt dýpra. En margir skilja þetta ekki heldur eyða ævi sinni í að moka áfram í leit að kjarnanum. Þess vegna er besti bissness í heimi að selja skóflur. Og þið getið rétt mér annan Nóbel núna, að þessu sinni fyrir hagfræði. Hvíl í friði Fidel Castro.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Donald Trump Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Fidel Castro er kominn ofan í jörðina. Það lá alltaf fyrir að hann myndi deyja en það segir ekki alla söguna. Hann var brenndur og askan var jörðuð. Lík hans var ekki varðveitt og komið fyrir í grafhýsi eins og líki Leníns. Það er ekki sjálfgefið að svo varð ekki. Það hefði verið töluverð eftirspurn eftir líkinu. Smurður Fidel Castro hefði laðað til sín milljónir ferðamanna árlega. Sjálfur myndi ég frekar borga peninga til að sjá dauðan Castro heldur en lifandi Kanye West, þó að ég sé reyndar aðdáandi hins síðarnefnda. Hvert er ég að fara með þetta? Fidel Castro var ein skærasta stjarna tuttugustu aldar. Hann hafði meiri áhrif á heimsmálin heldur en flestir Bandaríkjaforsetar, meiri áhrif á stemninguna á 7. áratugnum en nokkur hippaleiðtogi og líklega hafa fáir menn á síðari tímum haft jafn mikil áhrif á menntaelítu heimsins og Castro sem þó var ekki með nema eina gráðu í faginu sem snobbaðir fræðimenn telja teknókratíska stílæfingu: lögfræði.Rifflar, vindlar, Adidas Hann var stjarna í öllum skilningi. Andlitið á honum prýddi forsíðu bandaríska stórblaðsins Time alls níu sinnum. Hann var einnig forsíðumódel hjá Life, Esquire og fleiri lífsstílsblöðum. Myndirnar sýndu ekki hefðbundinn stjórnmálamann heldur öskrandi skýrt myndmál. Rifflar, grænar hermannaskyrtur, baskahúfur, vindlar, skegg, konur og æstir aðdáendur. Síðari tíma myndir af Castro sýndu hann oftast í Adidas-galla (hann prófaði reyndar líka Puma og FILA), afslappaðan eins og gamlan rappara. Líklega var hann bara að spila eftir eyranu en það skal fullyrt að ekki einu sinni dýrasta ímyndarskrifstofa veraldar hefði getað skapað svo aðlaðandi myndmál. Ég er einn af þeim sem hef margsinnis á ævinni fengið Fidel Castro á heilann. Ég hef litið á það sem köllun að skilja hann. Ég hef kynnt mér sögu hans og lesið rit eftir hann til að reyna að finna kjarnann. Því meira sem ég las og diskúteraði Castro því minna skildi ég aðdráttaraflið. Ég var að gera grundvallarmistök – og við gerum þessi mistök því miður alltof oft. Kjarninn er ekki alltaf falinn undir yfirborðinu. Kjarninn er ekki alltaf innsta lagið, kvikan í miðjunni eða þess eðlis að maður þurfi að kafa eftir honum. Kjarninn í Fidel Castro er sjálft yfirborðið – og eins þversagnarkennt og það hljómar þá gerir það hann engu minna dýpri.Pípa og Kalashnikov-riffill Það er engan sérstakan sannleika að finna í löngum ritum Fidels Castro um alþjóðavæðingu og ójöfnuð. Það sama á við um ræður hans og aðra hefðbundna intellígensíu. Sannleikurinn var falinn í því að hann lét milljónir manna halda að þar væri eitthvað sérstakt að finna meðan aðdráttaraflið var alltaf byssurnar og vindlarnir. Auðvitað dreymdi píputottandi menntamenn í háskólum Vesturlanda um að halda á Kalashnikov-riffli og vera eins og Fidel eða að minnsta kosti fá að hitta hann og reykja með honum vindil. Það vildi enginn vera þegn hans, það vildi enginn stjórnkerfi hans, fólk vildi bara hann og ímynd hans þó að flestir hefðu líklega ekki viðurkennt það. Þetta var blautur draumur – nánast freudískur – sem lamaði dómgreind milljóna hugsandi manna. Mér finnst sjálfum bara allt í lagi að viðurkenna það. Auk þess er ég alls ekki sá fyrsti sem held fram þessari kenningu. Mig grunar að margar minningargreinar sem nú eru ritaðar um Fidel Castro innihaldi hugmyndir af þessum meiði. Ástæðan fyrir því að ég ritaði þennan pistil er önnur. Boðskapur þessa pistils er hvort það megi yfirfæra Fidel Castro hugmyndina á aðra hluti í samfélaginu. Hvort við séum oft að leita að kjarna undir yfirborði þegar það er einmitt yfirborðið sem inniheldur alla merkinguna. Nú ætla ég að setja fram geysilega alhæfingu og bið þá sem þjást af ofnæmi fyrir slíku að telja upp að tíu. Hér kemur það. Mér finnst risastór hluti allra greininga, skýringa og gagnrýni á fréttaatburði eða menningarafurðir vera tilgangslaus mokstur.Alvöru gull? Hvers vegna er Donald Trump að verða forseti Bandaríkjanna? Ætlar fólk að eyða meira púðri í að rannsaka það mál með lýðfræðilegum kenningum eða að það sé algóriþma samfélagsmiðla að kenna? Sannleikann í því máli er ekki að finna með því að leita að kjarnanum undir yfirborðinu. Kjarninn er sjálft yfirborðið. Gylltur maður með hár úr gulli sem býr í gullturni vann kosningar því tugir milljóna manna og kvenna vilja það sem glóir. Fólk vill gull. Þið megið rétta mér Nóbelinn núna. Þá segja sumir á móti. En gullið hans Donalds Trump er ekki alvöru gull. Hann er feik! En það er nákvæmlega þarna sem moksturinn hefst. Því hvað er alvöru gull? Er nóg að það sé 14 karata? Þarf það kannski að vera 18 karata? 20 karata? Eða þarf það að vera hreinasta gull í heimi, svokallað 999.999 gull, sem þó er reyndar ekki 100%. Þarf að fylgja vottorð frá lærðum gullsmiði til að gullið sé alvöru? Skiptir máli í hvaða skóla hann lærði gullsmíði? Hver er kjarninn í málinu? Hann krefst ekki rannsóknarvinnu. Ásóknin í gull er í sínu hreinasta eðli ásókn í það sem skiptir ekki máli. Ef það glóir á yfirborðinu og fólk girnist það þá þarf ekki að kafa neitt dýpra. En margir skilja þetta ekki heldur eyða ævi sinni í að moka áfram í leit að kjarnanum. Þess vegna er besti bissness í heimi að selja skóflur. Og þið getið rétt mér annan Nóbel núna, að þessu sinni fyrir hagfræði. Hvíl í friði Fidel Castro.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.