Aldraðir eiga að geta lifað með reisn Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar