Verkfallið mun koma illa við fiskverkunarfólk jóhann k. jóhannsson skrifar 17. desember 2016 13:43 Verkfall sjómanna hófst á miðvikudaginn var. mynd(visir Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands að oft væri talað um að verkföll ættu ekki að bitna á þriðja aðila, en ef þau gerðu það ekki þá myndu þau ekki bíta. Verkfall sjómanna sem hófst á miðvikudagskvöld kostar þjóðarbúið stórar fjárhæðir og hefur áhrif á störf fjölda fólks sem vinnur við fiskvinnslu. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að fiskur sé að klárast hjá fiskvinnslum.Fiskverkunarfólk sent heim Jón Steinar Elíasson er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. „Það er allt að verða tómt. Það er ekkert annað sem tekur við, það verður bara að senda fólkið heim. Það verður eitthvað af smábátum en það er nú varla til að byggja á. Þetta hefur auðvitað slæm áhrif, það er engin spurning. Auðvitað þarf að greiða fólkinu laun og það er skaði af þessu. Ekki bara skaði fyrir fyrirtækin, gagnvart launum fólksins, heldur líka gagvart mörkuðum.“ Jón segir að tíminn milli jóla og nýárs og fyrstu tvær vikurnar í janúar séu góður sölutími fyrir ferskan fisk og fullyrðir að mikið sé í húfi. Sigurður Bessason formaður Eflingar.Tekjuskerðing óhjákvæmileg Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda í landi sem starfa í fiskvinnslu. Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að verkfallið væri enn ekki farið að hafa áhrif en stutt væri í það þar sem fiskur færi að klárast. „Við erum náttúrulega að vinna með þessi mál þessa dagana og væntanlega mun þetta skýrast betur næstu vikuna." Þegar fiskur klárast er engin vinna fyrir fólk í fiskvinnslum. „Við höfum látið skoða þetta og það er okkar mat að þetta fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í framhaldinu. Ég veit hins vegar líka að verið er að skoða þessar reglur innan Vinnumálastofnunar og ég á ekki von á því að þar verði komist að einhverri annarri niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Slíkt gæti haft í för með sér tekjuskerðingu fyrir þessa starfsmenn. „Það er hluti af því sem gerist, þegar vinna fellur niður, að atvinnuleysisbætur eru mun lægri en hefðbundnar launatekjur." Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands að oft væri talað um að verkföll ættu ekki að bitna á þriðja aðila, en ef þau gerðu það ekki þá myndu þau ekki bíta. Verkfall sjómanna sem hófst á miðvikudagskvöld kostar þjóðarbúið stórar fjárhæðir og hefur áhrif á störf fjölda fólks sem vinnur við fiskvinnslu. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að fiskur sé að klárast hjá fiskvinnslum.Fiskverkunarfólk sent heim Jón Steinar Elíasson er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. „Það er allt að verða tómt. Það er ekkert annað sem tekur við, það verður bara að senda fólkið heim. Það verður eitthvað af smábátum en það er nú varla til að byggja á. Þetta hefur auðvitað slæm áhrif, það er engin spurning. Auðvitað þarf að greiða fólkinu laun og það er skaði af þessu. Ekki bara skaði fyrir fyrirtækin, gagnvart launum fólksins, heldur líka gagvart mörkuðum.“ Jón segir að tíminn milli jóla og nýárs og fyrstu tvær vikurnar í janúar séu góður sölutími fyrir ferskan fisk og fullyrðir að mikið sé í húfi. Sigurður Bessason formaður Eflingar.Tekjuskerðing óhjákvæmileg Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda í landi sem starfa í fiskvinnslu. Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að verkfallið væri enn ekki farið að hafa áhrif en stutt væri í það þar sem fiskur færi að klárast. „Við erum náttúrulega að vinna með þessi mál þessa dagana og væntanlega mun þetta skýrast betur næstu vikuna." Þegar fiskur klárast er engin vinna fyrir fólk í fiskvinnslum. „Við höfum látið skoða þetta og það er okkar mat að þetta fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í framhaldinu. Ég veit hins vegar líka að verið er að skoða þessar reglur innan Vinnumálastofnunar og ég á ekki von á því að þar verði komist að einhverri annarri niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Slíkt gæti haft í för með sér tekjuskerðingu fyrir þessa starfsmenn. „Það er hluti af því sem gerist, þegar vinna fellur niður, að atvinnuleysisbætur eru mun lægri en hefðbundnar launatekjur."
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27