Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2016 13:30 Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í öllum greinum PISA-könnunarinnar en niðurstöður hennar birtust í síðustu viku. Árangur íslenskra nemenda er áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Þá er Ísland undir meðaltali OECD-ríkjanna í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti. Könnunin gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fengu 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fengu þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Íslenskir nemendur fengu 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra, var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þá staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. „Ef að 30 prósent drengjanna í hverjum árgangi koma út úr grunnskólakerfinu í þessari stöðu hefur það heilmikil áhrif lýðræðið í landinu. Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Illugi segir að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lestrarskilning barna- og ungmenna. Þessu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting frá löggjafanum. „Við gerðum skriflegt samkomulag við hvert einasta sveitarfélag í landinu og foreldrafélögin á hverjum stað um gerð lestraráætlana um hvernig við myndum á hverjum stað bregðast við þessu. Við réðum inn til Menntamálstofnunar sérfræðiteymi í lestrarmálum til að styðja við kennara í skólum þar sem þess væri óskað þannig að það væri faglegur stuðningur við skólana,“ sagði Illugi. Hlusta má á viðtalið við Illuga í heild sinni hér fyrir ofan. PISA-könnun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í öllum greinum PISA-könnunarinnar en niðurstöður hennar birtust í síðustu viku. Árangur íslenskra nemenda er áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Þá er Ísland undir meðaltali OECD-ríkjanna í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti. Könnunin gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fengu 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fengu þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Íslenskir nemendur fengu 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra, var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þá staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. „Ef að 30 prósent drengjanna í hverjum árgangi koma út úr grunnskólakerfinu í þessari stöðu hefur það heilmikil áhrif lýðræðið í landinu. Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Illugi segir að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lestrarskilning barna- og ungmenna. Þessu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting frá löggjafanum. „Við gerðum skriflegt samkomulag við hvert einasta sveitarfélag í landinu og foreldrafélögin á hverjum stað um gerð lestraráætlana um hvernig við myndum á hverjum stað bregðast við þessu. Við réðum inn til Menntamálstofnunar sérfræðiteymi í lestrarmálum til að styðja við kennara í skólum þar sem þess væri óskað þannig að það væri faglegur stuðningur við skólana,“ sagði Illugi. Hlusta má á viðtalið við Illuga í heild sinni hér fyrir ofan.
PISA-könnun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15