Vinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016 nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 10:30 Kaupmannahöfn og Lundúnir eru vinsælustu áfangastaðir Íslendinga. Vísir/Vilhelm Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16
55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59