Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, utanlandsferðir og matarkörfur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 11:41 Matarkörfur og gjafakort voru vinsælustu gjafirnar í ár. Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar. Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar.
Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira