Gleðileg jól í ljósadýrð Ritstjórn skrifar 24. desember 2016 18:15 Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn, segir Kári Fannar Lárusson sigurvegari í jólaljósmyndakeppninni. Myndin sýnir miðbæ Akureyrar þegar kveikt var á ljósum jólatrés á torginu. mynd/kári fannar lárusson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á [email protected]. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á [email protected]. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir
Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira