Hodgson um tapið á móti Íslandi: Ég trúði því ekki að þetta gæti gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:30 Roy Hodgson og fögnuður íslenska landsliðsins. Vísir/Getty og EPA Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira