Norðurlönd = Mannsæmandi störf Formenn norrænna jafnaðarmannaflokka skrifar 19. janúar 2017 07:00 Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Logi Einarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar