Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 13:15 Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira