Gömul saumavél markaði upphaf að samstarfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:15 Friðgeir og Stella innan um myndirnar sínar í Ramskram. Þær eru allar í pörum. Fréttablaðið/Anton Brink Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira