Þúsund hugmyndir til að bæta borgina: Parísarhjól og stytta af Jóni Páli Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2017 19:00 Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira