Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 22:58 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprins. Vísir/EPA Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18