Næsta stig endurreisnar Sigurður Hannesson skrifar 30. mars 2017 07:00 Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts. Fyrsti stig endurreisnar fjármálakerfisins snerist um að halda greiðslumiðlun gangandi og stofna nýja banka á grunni þeirra föllnu. Annað stig snerist um fjárhagslega endurskipulagningu. Vanskil voru há, skuldir heimila og fyrirtækja þurfti að endurskipuleggja auk þess sem vinna þurfti úr ýmsum eignum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi bankanna. Þessu verkefni er nú lokið. Næsta stig endurreisnar fjármálakerfisins snýst um stefnumörkun til framtíðar. Hvaða starfsemi bankarnir ætla að bjóða upp á, hvernig efnahagsreikningurinn á að líta út og að þeir þjóni almenningi og atvinnulífi á hagkvæman hátt. Regluverk og umgjörð almennt um fjármálakerfið hefur verið stórbætt á síðustu árum og tekur mið af alþjóðlegri þróun. Að sumu leyti eru fjármálastarfsemi meiri skorður settar hér á landi en annars staðar. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að meta hvort þörf sé á breytingum. Að sama skapi þurfa þau að móta sýn um framtíð fjármálakerfisins. Frá stofnun bankanna þriggja hafa virkir fjárfestar ekki komið að þeim. Hluthafar hafa annaðhvort ekki mátt skipta sér af rekstri þeirra, eins og í tilfelli kröfuhafa, eða ekki viljað það sökum armslengdarsjónarmiða. Til lengri tíma litið er það óheppilegt. Það þarf virka fjárfesta að bönkum sem og að öðrum fyrirtækjum. Hluthafa sem láta sig rekstur banka og framtíð þeirra varða. Fjárfesta sem vilja taka þátt í næsta stigi endurreisnar fjármálakerfisins, byggja upp traust og spila eftir settum reglum. Gagnsæi er forsenda trúverðugleika - og traust forsenda viðskipta. Það gildir meðal annars um eignarhald og fyrirætlanir eigenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts. Fyrsti stig endurreisnar fjármálakerfisins snerist um að halda greiðslumiðlun gangandi og stofna nýja banka á grunni þeirra föllnu. Annað stig snerist um fjárhagslega endurskipulagningu. Vanskil voru há, skuldir heimila og fyrirtækja þurfti að endurskipuleggja auk þess sem vinna þurfti úr ýmsum eignum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi bankanna. Þessu verkefni er nú lokið. Næsta stig endurreisnar fjármálakerfisins snýst um stefnumörkun til framtíðar. Hvaða starfsemi bankarnir ætla að bjóða upp á, hvernig efnahagsreikningurinn á að líta út og að þeir þjóni almenningi og atvinnulífi á hagkvæman hátt. Regluverk og umgjörð almennt um fjármálakerfið hefur verið stórbætt á síðustu árum og tekur mið af alþjóðlegri þróun. Að sumu leyti eru fjármálastarfsemi meiri skorður settar hér á landi en annars staðar. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að meta hvort þörf sé á breytingum. Að sama skapi þurfa þau að móta sýn um framtíð fjármálakerfisins. Frá stofnun bankanna þriggja hafa virkir fjárfestar ekki komið að þeim. Hluthafar hafa annaðhvort ekki mátt skipta sér af rekstri þeirra, eins og í tilfelli kröfuhafa, eða ekki viljað það sökum armslengdarsjónarmiða. Til lengri tíma litið er það óheppilegt. Það þarf virka fjárfesta að bönkum sem og að öðrum fyrirtækjum. Hluthafa sem láta sig rekstur banka og framtíð þeirra varða. Fjárfesta sem vilja taka þátt í næsta stigi endurreisnar fjármálakerfisins, byggja upp traust og spila eftir settum reglum. Gagnsæi er forsenda trúverðugleika - og traust forsenda viðskipta. Það gildir meðal annars um eignarhald og fyrirætlanir eigenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar