Kúkur á móti bragði við Hornbjargsvita Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2017 12:15 Hornbjargsviti á Hornströndum þar sem einn af betri hrekkjum síðari tíma var framkvæmdur fyrir nokkrum árum. Vísir/Gudmundur Þ. Egilsson Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina. Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina.
Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41