Tryggvi fann Tortólapeningana Benedikt Bóas og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. apríl 2017 07:00 Útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Vísir Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu. Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu.
Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40
Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37