Söngfjelagið og sjerlegir gestir syngja inn sumarið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 05:15 Söngfjelagið er kór sem Hilmar Örn stjórnar og hefur skapað hefðir. Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21. Menning Kórar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21.
Menning Kórar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira