Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 14:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira