Tillögur um legu borgarlínu kynntar í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 21:00 Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira