Rétta skrefið að panta tíma á Gullfoss, Geysi og Þingvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 11:00 Skúli ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða og Dorrit Dorrit Moussaieff þegar ný flugvél í flota WOW, Freyja Airbus 321, var kynnt til sögunnar. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, telur að helstu tækifærin í ferðamennsku hér á landi felist í því að dreifa ferðamönnum mun betur um landið. Sömuleiðis þurfi að stýra umferðinni á vinsælustu viðkomustaði ferðamanna. „Bláa lónið er gott dæmi um þannig stað. Þar verður að bóka í gegnum netið, stýra traffíkinni svo það myndist ekki of mikil örtröð,“ segir Skúli. Tekjur Bláa lónsins í fyrra voru rúmlega tíu milljarðar króna og jukust um 43 prósent á milli ára eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Auðvitað eigum við að gera það sama á Gullfossi og Geysi, Þingvöllum og þar sem álagið er mest. Rútufyrirtækin eiga að þurfa að bóka tíma. Með einföldum leiðum er hægt að gera hlutina betri. Ekki bara fyrir ferðamenn heldur líka Íslendinga.“ Nýjar tröppur hafa verið teknar í notkun við Gullfoss.Umhverfisstofnun Seldi körfuboltamyndir Skúli var gestur í Brennslunni á FM 957 í morgun og fór um víðan völl í sögu sinni í viðskiptum. Hann var á meðal þeirra sem ráku skemmtistaðina Tunglið og Borgina á sínum tíma. Sumarið 1988 rak hann Tunglið án þess að vera kominn með aldur til að vera þar inni. Hann varð ekki tvítugur fyrr en um haustið. Í framhaldinu hóf hann innflutning og sölu á körfuboltamyndum þegar NBA æðið var sem mest á Íslandi árið 1993. Velgengnin í sölu þeirra mynda varð til þess að honum var boðið til Bandaríkjanna á úrslitaleik HM í fótbolta sumarið 1994. Þar sá hann fleiri fullorðna menn gráta en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá rifjaði Skúli um árin í tölvufyrirtækinu OZ sem hann seldi árið 2008, helgina sem Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland. Í framhaldinu flutti hann heim frá Montreal í Kanada og kom á fót flugfélagi. Skúli er mikill hjólreiðakappi hvort sem er á fjöllum eða jafnsléttu. Vísir/Vilhelm Umhverfisvænni flugvélar Nýjasta verkefni WOW Air, reiðhjólaleiga í Reykjavík, var til umræðu og var Skúli meðal annars spurður út í það hvort það fælist ekki hræsni í því að tala fyrir umhverfisvernd og reka á sama tíma flugfélag. Skúli sagði að sér sárnaði sú umræða. Nýjar vélar WOW Air væru hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni en aðrar vélar. Þróunin, líkt og hjá bílum, væri í áttina að enn umhverfisvænni flugvélum. Rafmagnsflugvélar væru framtíðin en tengiltvinnflugvélar (e. hybrid) væru næsta skref. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, telur að helstu tækifærin í ferðamennsku hér á landi felist í því að dreifa ferðamönnum mun betur um landið. Sömuleiðis þurfi að stýra umferðinni á vinsælustu viðkomustaði ferðamanna. „Bláa lónið er gott dæmi um þannig stað. Þar verður að bóka í gegnum netið, stýra traffíkinni svo það myndist ekki of mikil örtröð,“ segir Skúli. Tekjur Bláa lónsins í fyrra voru rúmlega tíu milljarðar króna og jukust um 43 prósent á milli ára eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Auðvitað eigum við að gera það sama á Gullfossi og Geysi, Þingvöllum og þar sem álagið er mest. Rútufyrirtækin eiga að þurfa að bóka tíma. Með einföldum leiðum er hægt að gera hlutina betri. Ekki bara fyrir ferðamenn heldur líka Íslendinga.“ Nýjar tröppur hafa verið teknar í notkun við Gullfoss.Umhverfisstofnun Seldi körfuboltamyndir Skúli var gestur í Brennslunni á FM 957 í morgun og fór um víðan völl í sögu sinni í viðskiptum. Hann var á meðal þeirra sem ráku skemmtistaðina Tunglið og Borgina á sínum tíma. Sumarið 1988 rak hann Tunglið án þess að vera kominn með aldur til að vera þar inni. Hann varð ekki tvítugur fyrr en um haustið. Í framhaldinu hóf hann innflutning og sölu á körfuboltamyndum þegar NBA æðið var sem mest á Íslandi árið 1993. Velgengnin í sölu þeirra mynda varð til þess að honum var boðið til Bandaríkjanna á úrslitaleik HM í fótbolta sumarið 1994. Þar sá hann fleiri fullorðna menn gráta en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá rifjaði Skúli um árin í tölvufyrirtækinu OZ sem hann seldi árið 2008, helgina sem Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland. Í framhaldinu flutti hann heim frá Montreal í Kanada og kom á fót flugfélagi. Skúli er mikill hjólreiðakappi hvort sem er á fjöllum eða jafnsléttu. Vísir/Vilhelm Umhverfisvænni flugvélar Nýjasta verkefni WOW Air, reiðhjólaleiga í Reykjavík, var til umræðu og var Skúli meðal annars spurður út í það hvort það fælist ekki hræsni í því að tala fyrir umhverfisvernd og reka á sama tíma flugfélag. Skúli sagði að sér sárnaði sú umræða. Nýjar vélar WOW Air væru hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni en aðrar vélar. Þróunin, líkt og hjá bílum, væri í áttina að enn umhverfisvænni flugvélum. Rafmagnsflugvélar væru framtíðin en tengiltvinnflugvélar (e. hybrid) væru næsta skref. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira