Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:00 Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira