Hin ástralska Sara lét lífið í árásinni í London Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2017 11:19 Sara Zelenak starfaði sem au pair í London. Facebook Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36
May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49
Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33