WOW air flýgur til Asíu á næsta ári til að mæta aukinni samkeppni yfir hafið Hörður Ægisson skrifar 7. júní 2017 07:00 Margir spáðu að Bandaríkjaflugið yrði okkar banabiti en það hefur hins vegar haft þveröfug áhrif, segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/anton brink Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir að flugfélagið muni hefja beint flug til Asíu á næsta ári. „Þegar það gerist munum við sjá, rétt eins og gerðist þegar við hófum beint flug til Kaliforníu, gríðarlega aukningu þaðan í ferðamannastraumi til Íslands. Ég get fullyrt það.“ Í viðtali við Markaðinn segir Skúli að félagið vinni nú að því að ákveða hvaða áfangastaðir í Asíu verði fyrir valinu en hann er þeirrar skoðunar að beint flug þangað skipti sköpum fyrir WOW air eigi það að lifa af aukna samkeppni í flugi yfir hafið. Grundvallarskilning vanti á þeirri ógn innan stjórnsýslunnar sem einblíni nær alfarið á komu ferðamanna til Íslands í stað þess að skoða tækifærin sem séu fólgin í því að búa til fyrirmyndar alþjóðlegan tengiflugvöll sem gæti tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Þegar blaðamaður settist niður með Skúla í liðinni viku voru fimm ár liðin frá því að WOW air fór í jómfrúarflug sitt 31. maí 2012. Óhætt er að segja félagið hafi vaxið hratt á þessum árum en áætlað er að tekjur þess aukist um ríflega 70 prósent í ár og verði samtals um 500 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 50 milljarða króna. Árið 2012 námu tekjurnar aðeins 20 millljónum dala. Það má segja að þú hafir lagt allt þitt undir Ísland og ferðaþjónustu. Þegar þú lítur fimm ár til baka, áttirðu von á því að vöxturinn yrði jafn mikill og reyndin hefur orðið? „Já og nei. Ég bjóst tvímælalaust við því að það yrði mikill vöxtur en að hann yrði jafn mikill á svo skömmum tíma – úr hundrað þúsund farþegum 2012 í þrjár milljónir farþega í ár – hefur komið skemmtilega á óvart og er langt umfram allar mínar væntingar.“Reksturinn tekur stakkaskiptum eftir að WOW air byrjar að fljúga til Bandaríkjanna árið 2015, ekki satt? „Það hefur sýnt sig eftir að við hófum flug til Bandaríkjanna hvað viðskiptamódelið er að virka vel enda var ég alltaf viss um að við þyrftum að ná Norður-Ameríku inn í leiðakerfið okkar og nota Ísland sem stoppistöð (e. hub) fyrir flug yfir hafið. Það er þekkt fyrirbæri að þegar flugfélag kemur með nýjan áfangastað á markaðinn verður aukning í farþegafjölda um kannski 10 til 15 prósent. Frá því að við byrjuðum að fljúga beint til Kaliforníu höfum við séð aukningu í farþegafjölda þaðan til Íslands upp á mörg hundruð prósent. Flugið yfir hafið hefur því reynst afar vel og gefið okkur byr undir báða vængi. Margir spáðu að Bandaríkjaflugið yrði okkar banabiti en það hefur hins vegar haft þveröfug áhrif.“Fyrstu árin einkenndust samt af taprekstri og þá þurfti að seinka áformum ykkar um að hefja flug til Bandaríkjanna í um eitt ár sem kostaði félagið talsverða fjármuni. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir með þér að þú hefðir mögulega veðjað á rangan hest? „Þetta hefur vissulega verið þungt á köflum og fyrsta alvarlega staðan kom upp haustið 2012 þegar við við stóðum frammi fyrir því að sumarið hafði ekki verið í takt við áætlanir og tapið reynst miklu meira. Ég þurfti þá að spyrja mig hvort ég ætti að pakka saman og viðurkenna mistökin eða fara hina leiðina og leggja allt mitt undir í félagið. Ég sé ekki eftir því í dag að hafa valið síðari valkostinn. Það var samt langt í frá augljóst á þeim tíma hvort þetta myndi ganga eftir og það hafði enginn fjárfestir þá áhuga á að koma að félaginu sem hluthafi þannig að ég var í raun tilneyddur til að gera þetta sjálfur.“Dregur úr rekstraráhættuÞú hefur sagst ekki ætla að láta íslenskar aðstæður hamla vexti WOW air og að félagið stefni að því að opna nýja sjálfstæða starfsstöð. Hvar er það mál statt í dag? „Já, við höfum verið að skoða það mjög alvarlega. Hvernig getum við nýtt vörumerki okkar, þekkingu, hugbúnaðarþróun, hliðartekjur og ekki síst brautryðjandi reynslu af því að beita lággjaldamódelinu á lengri flugleiðum. Það eru tvímælalaust tækifæri víða í heiminum til að gera betur án viðkomu á Íslandi. Það er ekki að fara að gerast núna í ár enda eigum við fullt í fangi við að sinna stækkunaráformum okkar hérlendis eins og er, en við munum hins vegar brátt bæta Asíu við leiðakerfið okkar. Á næsta ári fáum við afhentar fjórar glænýjar Airbus A330neo vélar sem geta flogið í rúmlega tólf tíma og það er ljóst að við þurfum að finna eitthvað fyrir þær að gera og nýta langdrægni þeirra. Ég er ekki enn tilbúinn að ljóstra upp um hvaða staði við erum þar að horfa til en þar er um að ræða flug til fjarlægari landa en við höfum fram til þessa verið að fljúga til.“"Það er ljóst að ef farþegar hafa möguleika á að fljúga beint yfir hafið í nýjum þotum, af hverju í ósköpunum ættu þeir þá að stoppa á Íslandi? Það mun enginn gera það," segir Skúli.Þannig að WOW air mun hefja beint flug til Asíu á næsta ári – spurningin er aðeins hvaða staðir þar verða fyrir valinu? „Já, það er rétt. Við erum enn að gera þær stúdíur en ég er sannfærður um að það skref eigi eftir að efla félagið enn frekar. Ég tel ekki að þetta feli í sér aukna rekstraráhættu heldur þvert á móti dragi úr henni þar sem leiðakerfið verður stærra og fjölbreyttara fyrir vikið og býður upp á mun fleiri samsetningar af farþegum. Við vorum í raun brothættastir til að byrja með þegar við buðum upp á fáa áfangastaði þar sem hver staður skipti þá félagið gríðarmiklu máli.“Flug til Asíu er því nauðsynlegt fyrir ykkur til að lifa af vaxandi samkeppni í flugi yfir hafið? „Að mörgu leyti er það rétt. Við erum núna að sjá mikla aukningu í framboði af slíku flugi frá Norwegian og fleirum. Jetblue er líka búið að gefa út að félagið hyggist hefja beint flug frá New York og Boston árið 2019 inn á helstu borgir í Evrópu. Það er ljóst að ef farþegar hafa möguleika á að fljúga beint yfir hafið í nýjum þotum, af hverju í ósköpunum ættu þeir þá að stoppa á Íslandi? Það mun enginn gera það. Þetta er því ekki spurning um hvort það muni hægja eitthvað á flugtraffíkinni heldur mun hún færast til og þá verðum við að vera reiðubúin til að finna aðrar leiðir til að búa til þær tengingar. Og við teljum að flug til Asíu geti fyllt það skarð sem þar gæti myndast.“Vantar skilning í stjórnsýslunniÞegar talið berst að samkeppni í flugi þá hefur þú lítið viljað beina sjónum þínum að Icelandair heldur fremur Norwegian air. Af hverju? „Icelandair og ekki síst Loftleiðir voru brautryðjendur á sínum tíma sem margt má læra af. Í dag erum við á allt öðrum stað og eigum lítt skylt við þá og eyðum því litlum tíma í að velta fyrir okkur hvað þeir eru að gera þessa dagana. Helsta ógnin við WOW air og ferðaþjónustuna í heild sinni á Íslandi er stóraukið beint flug milli Norður-Ameríku og Evrópu á mjög hagstæðu verði. Þessi þróun mun halda áfram að aukast og setja pressu á ýmsa staði sem við og Icelandair erum að fljúga á í dag. Norwegian er einna „grimmast“ í þessu og Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri flugfélagsins, hefur gert margt mjög gott sem hægt er að læra af. Okkar mótspil við samkeppni yfir Atlantshafið er að bæta Asíu inn í leiðakerfið og gera það enn fjölbreytilegra og sveigjanlegra. Það vantar grundvallarskilning á þessari ógn innan stjórnsýslunnar sem einblínir nær alfarið á komu ferðamanna í stað þess að skoða tækifærin sem eru fólgin í því að búa til fyrirmyndar alþjóðlegan tengiflugvöll sem þar með getur tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Ef við bregðumst ekki við þessu beina flugi yfir hafið þá er hætt við því að loka yrði á fjöldann allan af áfangastöðum frá Íslandi á næstu árum með skelfilegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna og þar með hagkerfið í heild sinni á Íslandi.“Galið að byggja flugvöll í HvassahrauniEf við tölum aðeins almennt um ferðaþjónustuna þá liggur fyrir að það þarf að fara í tugmilljarða fjárfestingu á Keflavíkurvelli á komandi árum til að standa undir stækkun vallarins. Væri æskilegt að einkaaðilar kæmu að þeirri uppbyggingu, eins og sumir hafa lagt til, með því að ríkið selji eitthvað af eignarhlut sínum í Isavia? „Ég held að það væri jákvætt og eitthvað sem ég er mjög hlynntur að gerist. Með því er ég ekki að segja að Isavia hafi verið að standa sig illa en með því að fá að alþjóðlega fjárfesta í hluthafahópinn, sem hafa reynslu og þekkingu af rekstri flugvalla, þá væri það af hinu góða – hvort sem þeir yrðu með ráðandi hlut eða í minnihluta á móti ríkinu. Það er orðið aðkallandi að við komum fram með einhverja sýn á það hvernig við ætlum að byggja upp völlinn í Keflavík. Mér finnst það til dæmis galin hugmynd, eins og forsvarsmenn Icelandair hafa talað fyrir, að byggja upp annan flugvöll í Hvassahrauni og ég held að sú umræða hafi truflað uppbygginguna í Keflavík. Þetta er týpísk íslensk umræða, sem endar í pólitískum hanaslag, og á meðan líður tíminn án þess að nauðsynlegar ákvarðanir séu teknar. Isavia hefur reynt í millitíðinni að lappa upp á núverandi ástand með ýmsum viðgerðum eftir bestu getu en það er alveg ljóst að flugvöllurinn er löngu sprunginn. Við hjá WOW air sjáum fram á að geta vaxið í samræmi við okkar áætlanir 2018 og 2019 en síðan verður völlurinn endanlega sprunginn og ekki hægt að koma á nýjum tengingum til og frá landinu næstu árin þar á eftir. Þar með versnar samkeppnisstaða okkar til muna við erlendu flugfélögin sem munu á meðan halda áfram að efla sín leiðakerfi beint yfir hafið og tekjumissirinn fyrir þjóðarbúið þegar sá tími kemur hleypur á hundruðum milljarða.“Þarf að hlúa að gullegginuSumir myndu samt segja að það væri jákvætt ef það færi að hægja á þessum mikla vexti í fjölda ferðamanna."Sýn mín byggist fyrst og fremst á því að skapa hér öflugan tengiflugvöll en ekki að troða endalaust ferðamönnum inn í landið. Hins vegar var ég að koma frá Feneyjum þar sem þú ert með rúmlega 20 milljón ferðamenn sem heimsækja þessa 50 þúsund manna borg árlega. Ég er alls ekki að segja að við eigum að stefna að slíkum ferðamannafjölda en við getum auðveldlega tvöfaldað hann frá því sem nú er með úrbætum í vegasamgöngum og stýra fjöldanum betur um landið. Það þarf að tvöfalda hringveginn og fara að fordæmi Bláa lónsins sem hefur tekist afar vel upp í tekjustýringu og álagsdreifingu. Það er til dæmis fullkomlega eðlilegt að gera þá kröfu að rútur sem heimsækja Gullfoss og Geysir þurfi að bóka fyrirfram tíma til að geta heimsótt þessa staði. Bláa lónið hefur gert þetta í nokkur ár og það hefur skilað sér í aukinni arðsemi og meiri ánægju gesta sem lenda ekki í sama troðningi og áður. Þá er ég mjög fylgjandi því að ráðist verði í umfangsmiklar vegaframkvæmdir víðsvegar um landið sem eru fjármagnaðar með vegatollum sem eru vel skilgreindir fyrir ákveðin verkefni í tiltekin tíma." En það virðist alls ekki vera pólitísk samstaða um að fara slíkar leiðir."Við eigum það stundum til að tala endalaust um hlutina í stað þess að framkvæma þá. Mér þykir dálítið sorglegt að horfa upp á það um þessar mundir að þegar ferðaþjónustan er að skila miklu meira beint – og ekki hvað síst óbeint – til þjóðarbúsins en allar væntingar og spár gerðu ráð fyrir þá þorir samt enginn að stíga fram núna og segja að við ættum reikna með því að hér verði um 4 milljónir ferðamanna á ári næstu tíu árin og það verði farið í fjárfestingar samkvæmt þeirri áætlun. Eins og gildir í öllum rekstri þá þarftu að hlúa að gullegginu en ekki aðeins boða aukna gjaldtöku á ferðaþjónustuna og nýta þá fjármuni síðan í eitthvað allt annað. Ríkið og sveitarfélög verða að endurfjárfesta það sem ferðaþjónustan er að skila, sérstaklega núna á þessu öra uppvaxtaskeiði greinarinnnar og þar með búa til umgjörð og stöðugleika sem leiðir síðan af sér meiri fjárfetingargetu í framtíðinni inn í heilbrigðiskerfið og menntamálin svo eitthvað sé nefnt." Við erum sjá mikla gengisstyrkingu sem er að farinn að bitna nokkuð á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hvernig er þetta að snerta WOW?"Það er alveg ljóst að styrking krónunnar, ásamt miklum launahækkunum síðustu misseri, er farinn að reyna verulega á alla þá sem starfa við útflutning. Við hjá WOW air finnum fyrir því eins og önnur fyrirtæki. Afkoman í ár verður erfiðari en í fyrra enda gefur það augaleið við þesssar aðstæður að þegar megnið af tekjunum eru í erlendri mynt en kostnaðurinn að mestu í krónum sem hækkar um tugi prósenta á ári þá hefur það mikil áhrif á reksturinn." Ekki unnið heimavinnunaStjórnvöld hafa boðað hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem er meðal annars liður í því að stemma stigu við þessum mikla vexti og þar af leiðandi gengisstyrkingu krónunnar. Er það ekki bara jákvætt? „Mér finnst þessi umræða vera á villigötum og myndi miklu frekar vilja sjá markvissa umræðu um hvernig við getum dreift álaginu betur á helstu ferðamannasvæðin svo og ferðamannastraumnum heilt yfir. Það gleymist reyndar oft að hrósa þeim sem vinna í ferðaþjónustunni fyrir hversu vel hún hefur staðið sig nú þegar í að byggja upp afþreyingu, gistiaðstöðu og núna er sérstaklega gaman að sjá hversu mikil uppbygging og nýsköpun er að eiga sér stað úti á landi en það er ljóst að það er síður en svo of mikið af ferðamönnum víðast hvar úti á landi ef þú talar við heimamenn. Hvað varðar aðgangsstýringu þá held ég aftur á móti að þessi virðisaukaskattshækkun muni engu breyta ef það er tilgangurinn. Það er undarlegt að við séum að ræða um slíkt núna þegar við gætum hæglega verið að taka á móti 4 milljónum ferðamanna ef við hefðum verið búin að vinna heimavinnuna okkar. Gera viðskiptaáætlun um hvað það myndi þýða fyrir ríkissjóð og hagkerfið í heild sinni að taka á móti slíkum fjölda ferðamanna og þora að horfa nokkur ár fram í tímann þar sem ekki er gert ráð fyrir því að þeir séu að fara að haga sér eins og síldin sem lét sig hverfa frá Íslandsströndum. Ferðamenn eru ekki að fara að hætta að koma til Íslands. Ef tilgangurinn er að afla aukinna tekna fyrir ríkissjóð og einfalda skattkerfið þá er það eitthvað sem ég get verið sammála um enda þykir mér sjálfsagt að ferðaþjónustan skili sínu í ríkissjóð. Að sama skapi verðum við líka að gera þá kröfu að þeir fjármunir fari jafnframt í fjárfestingu í atvinnugreininni þannig að hún grotni ekki niður. Þetta þarf að hanga saman. Ef við sem störfum í ferðaþjónustu myndum sjá að þessi skattahækkun verði til þess að auka fjárfestingar í innviðum og bæta þannig rekstrarumhverfi greinarinnar þá er ég hlynntur og skil þessa aðgerð. “Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir að flugfélagið muni hefja beint flug til Asíu á næsta ári. „Þegar það gerist munum við sjá, rétt eins og gerðist þegar við hófum beint flug til Kaliforníu, gríðarlega aukningu þaðan í ferðamannastraumi til Íslands. Ég get fullyrt það.“ Í viðtali við Markaðinn segir Skúli að félagið vinni nú að því að ákveða hvaða áfangastaðir í Asíu verði fyrir valinu en hann er þeirrar skoðunar að beint flug þangað skipti sköpum fyrir WOW air eigi það að lifa af aukna samkeppni í flugi yfir hafið. Grundvallarskilning vanti á þeirri ógn innan stjórnsýslunnar sem einblíni nær alfarið á komu ferðamanna til Íslands í stað þess að skoða tækifærin sem séu fólgin í því að búa til fyrirmyndar alþjóðlegan tengiflugvöll sem gæti tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Þegar blaðamaður settist niður með Skúla í liðinni viku voru fimm ár liðin frá því að WOW air fór í jómfrúarflug sitt 31. maí 2012. Óhætt er að segja félagið hafi vaxið hratt á þessum árum en áætlað er að tekjur þess aukist um ríflega 70 prósent í ár og verði samtals um 500 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 50 milljarða króna. Árið 2012 námu tekjurnar aðeins 20 millljónum dala. Það má segja að þú hafir lagt allt þitt undir Ísland og ferðaþjónustu. Þegar þú lítur fimm ár til baka, áttirðu von á því að vöxturinn yrði jafn mikill og reyndin hefur orðið? „Já og nei. Ég bjóst tvímælalaust við því að það yrði mikill vöxtur en að hann yrði jafn mikill á svo skömmum tíma – úr hundrað þúsund farþegum 2012 í þrjár milljónir farþega í ár – hefur komið skemmtilega á óvart og er langt umfram allar mínar væntingar.“Reksturinn tekur stakkaskiptum eftir að WOW air byrjar að fljúga til Bandaríkjanna árið 2015, ekki satt? „Það hefur sýnt sig eftir að við hófum flug til Bandaríkjanna hvað viðskiptamódelið er að virka vel enda var ég alltaf viss um að við þyrftum að ná Norður-Ameríku inn í leiðakerfið okkar og nota Ísland sem stoppistöð (e. hub) fyrir flug yfir hafið. Það er þekkt fyrirbæri að þegar flugfélag kemur með nýjan áfangastað á markaðinn verður aukning í farþegafjölda um kannski 10 til 15 prósent. Frá því að við byrjuðum að fljúga beint til Kaliforníu höfum við séð aukningu í farþegafjölda þaðan til Íslands upp á mörg hundruð prósent. Flugið yfir hafið hefur því reynst afar vel og gefið okkur byr undir báða vængi. Margir spáðu að Bandaríkjaflugið yrði okkar banabiti en það hefur hins vegar haft þveröfug áhrif.“Fyrstu árin einkenndust samt af taprekstri og þá þurfti að seinka áformum ykkar um að hefja flug til Bandaríkjanna í um eitt ár sem kostaði félagið talsverða fjármuni. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir með þér að þú hefðir mögulega veðjað á rangan hest? „Þetta hefur vissulega verið þungt á köflum og fyrsta alvarlega staðan kom upp haustið 2012 þegar við við stóðum frammi fyrir því að sumarið hafði ekki verið í takt við áætlanir og tapið reynst miklu meira. Ég þurfti þá að spyrja mig hvort ég ætti að pakka saman og viðurkenna mistökin eða fara hina leiðina og leggja allt mitt undir í félagið. Ég sé ekki eftir því í dag að hafa valið síðari valkostinn. Það var samt langt í frá augljóst á þeim tíma hvort þetta myndi ganga eftir og það hafði enginn fjárfestir þá áhuga á að koma að félaginu sem hluthafi þannig að ég var í raun tilneyddur til að gera þetta sjálfur.“Dregur úr rekstraráhættuÞú hefur sagst ekki ætla að láta íslenskar aðstæður hamla vexti WOW air og að félagið stefni að því að opna nýja sjálfstæða starfsstöð. Hvar er það mál statt í dag? „Já, við höfum verið að skoða það mjög alvarlega. Hvernig getum við nýtt vörumerki okkar, þekkingu, hugbúnaðarþróun, hliðartekjur og ekki síst brautryðjandi reynslu af því að beita lággjaldamódelinu á lengri flugleiðum. Það eru tvímælalaust tækifæri víða í heiminum til að gera betur án viðkomu á Íslandi. Það er ekki að fara að gerast núna í ár enda eigum við fullt í fangi við að sinna stækkunaráformum okkar hérlendis eins og er, en við munum hins vegar brátt bæta Asíu við leiðakerfið okkar. Á næsta ári fáum við afhentar fjórar glænýjar Airbus A330neo vélar sem geta flogið í rúmlega tólf tíma og það er ljóst að við þurfum að finna eitthvað fyrir þær að gera og nýta langdrægni þeirra. Ég er ekki enn tilbúinn að ljóstra upp um hvaða staði við erum þar að horfa til en þar er um að ræða flug til fjarlægari landa en við höfum fram til þessa verið að fljúga til.“"Það er ljóst að ef farþegar hafa möguleika á að fljúga beint yfir hafið í nýjum þotum, af hverju í ósköpunum ættu þeir þá að stoppa á Íslandi? Það mun enginn gera það," segir Skúli.Þannig að WOW air mun hefja beint flug til Asíu á næsta ári – spurningin er aðeins hvaða staðir þar verða fyrir valinu? „Já, það er rétt. Við erum enn að gera þær stúdíur en ég er sannfærður um að það skref eigi eftir að efla félagið enn frekar. Ég tel ekki að þetta feli í sér aukna rekstraráhættu heldur þvert á móti dragi úr henni þar sem leiðakerfið verður stærra og fjölbreyttara fyrir vikið og býður upp á mun fleiri samsetningar af farþegum. Við vorum í raun brothættastir til að byrja með þegar við buðum upp á fáa áfangastaði þar sem hver staður skipti þá félagið gríðarmiklu máli.“Flug til Asíu er því nauðsynlegt fyrir ykkur til að lifa af vaxandi samkeppni í flugi yfir hafið? „Að mörgu leyti er það rétt. Við erum núna að sjá mikla aukningu í framboði af slíku flugi frá Norwegian og fleirum. Jetblue er líka búið að gefa út að félagið hyggist hefja beint flug frá New York og Boston árið 2019 inn á helstu borgir í Evrópu. Það er ljóst að ef farþegar hafa möguleika á að fljúga beint yfir hafið í nýjum þotum, af hverju í ósköpunum ættu þeir þá að stoppa á Íslandi? Það mun enginn gera það. Þetta er því ekki spurning um hvort það muni hægja eitthvað á flugtraffíkinni heldur mun hún færast til og þá verðum við að vera reiðubúin til að finna aðrar leiðir til að búa til þær tengingar. Og við teljum að flug til Asíu geti fyllt það skarð sem þar gæti myndast.“Vantar skilning í stjórnsýslunniÞegar talið berst að samkeppni í flugi þá hefur þú lítið viljað beina sjónum þínum að Icelandair heldur fremur Norwegian air. Af hverju? „Icelandair og ekki síst Loftleiðir voru brautryðjendur á sínum tíma sem margt má læra af. Í dag erum við á allt öðrum stað og eigum lítt skylt við þá og eyðum því litlum tíma í að velta fyrir okkur hvað þeir eru að gera þessa dagana. Helsta ógnin við WOW air og ferðaþjónustuna í heild sinni á Íslandi er stóraukið beint flug milli Norður-Ameríku og Evrópu á mjög hagstæðu verði. Þessi þróun mun halda áfram að aukast og setja pressu á ýmsa staði sem við og Icelandair erum að fljúga á í dag. Norwegian er einna „grimmast“ í þessu og Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri flugfélagsins, hefur gert margt mjög gott sem hægt er að læra af. Okkar mótspil við samkeppni yfir Atlantshafið er að bæta Asíu inn í leiðakerfið og gera það enn fjölbreytilegra og sveigjanlegra. Það vantar grundvallarskilning á þessari ógn innan stjórnsýslunnar sem einblínir nær alfarið á komu ferðamanna í stað þess að skoða tækifærin sem eru fólgin í því að búa til fyrirmyndar alþjóðlegan tengiflugvöll sem þar með getur tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Ef við bregðumst ekki við þessu beina flugi yfir hafið þá er hætt við því að loka yrði á fjöldann allan af áfangastöðum frá Íslandi á næstu árum með skelfilegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna og þar með hagkerfið í heild sinni á Íslandi.“Galið að byggja flugvöll í HvassahrauniEf við tölum aðeins almennt um ferðaþjónustuna þá liggur fyrir að það þarf að fara í tugmilljarða fjárfestingu á Keflavíkurvelli á komandi árum til að standa undir stækkun vallarins. Væri æskilegt að einkaaðilar kæmu að þeirri uppbyggingu, eins og sumir hafa lagt til, með því að ríkið selji eitthvað af eignarhlut sínum í Isavia? „Ég held að það væri jákvætt og eitthvað sem ég er mjög hlynntur að gerist. Með því er ég ekki að segja að Isavia hafi verið að standa sig illa en með því að fá að alþjóðlega fjárfesta í hluthafahópinn, sem hafa reynslu og þekkingu af rekstri flugvalla, þá væri það af hinu góða – hvort sem þeir yrðu með ráðandi hlut eða í minnihluta á móti ríkinu. Það er orðið aðkallandi að við komum fram með einhverja sýn á það hvernig við ætlum að byggja upp völlinn í Keflavík. Mér finnst það til dæmis galin hugmynd, eins og forsvarsmenn Icelandair hafa talað fyrir, að byggja upp annan flugvöll í Hvassahrauni og ég held að sú umræða hafi truflað uppbygginguna í Keflavík. Þetta er týpísk íslensk umræða, sem endar í pólitískum hanaslag, og á meðan líður tíminn án þess að nauðsynlegar ákvarðanir séu teknar. Isavia hefur reynt í millitíðinni að lappa upp á núverandi ástand með ýmsum viðgerðum eftir bestu getu en það er alveg ljóst að flugvöllurinn er löngu sprunginn. Við hjá WOW air sjáum fram á að geta vaxið í samræmi við okkar áætlanir 2018 og 2019 en síðan verður völlurinn endanlega sprunginn og ekki hægt að koma á nýjum tengingum til og frá landinu næstu árin þar á eftir. Þar með versnar samkeppnisstaða okkar til muna við erlendu flugfélögin sem munu á meðan halda áfram að efla sín leiðakerfi beint yfir hafið og tekjumissirinn fyrir þjóðarbúið þegar sá tími kemur hleypur á hundruðum milljarða.“Þarf að hlúa að gullegginuSumir myndu samt segja að það væri jákvætt ef það færi að hægja á þessum mikla vexti í fjölda ferðamanna."Sýn mín byggist fyrst og fremst á því að skapa hér öflugan tengiflugvöll en ekki að troða endalaust ferðamönnum inn í landið. Hins vegar var ég að koma frá Feneyjum þar sem þú ert með rúmlega 20 milljón ferðamenn sem heimsækja þessa 50 þúsund manna borg árlega. Ég er alls ekki að segja að við eigum að stefna að slíkum ferðamannafjölda en við getum auðveldlega tvöfaldað hann frá því sem nú er með úrbætum í vegasamgöngum og stýra fjöldanum betur um landið. Það þarf að tvöfalda hringveginn og fara að fordæmi Bláa lónsins sem hefur tekist afar vel upp í tekjustýringu og álagsdreifingu. Það er til dæmis fullkomlega eðlilegt að gera þá kröfu að rútur sem heimsækja Gullfoss og Geysir þurfi að bóka fyrirfram tíma til að geta heimsótt þessa staði. Bláa lónið hefur gert þetta í nokkur ár og það hefur skilað sér í aukinni arðsemi og meiri ánægju gesta sem lenda ekki í sama troðningi og áður. Þá er ég mjög fylgjandi því að ráðist verði í umfangsmiklar vegaframkvæmdir víðsvegar um landið sem eru fjármagnaðar með vegatollum sem eru vel skilgreindir fyrir ákveðin verkefni í tiltekin tíma." En það virðist alls ekki vera pólitísk samstaða um að fara slíkar leiðir."Við eigum það stundum til að tala endalaust um hlutina í stað þess að framkvæma þá. Mér þykir dálítið sorglegt að horfa upp á það um þessar mundir að þegar ferðaþjónustan er að skila miklu meira beint – og ekki hvað síst óbeint – til þjóðarbúsins en allar væntingar og spár gerðu ráð fyrir þá þorir samt enginn að stíga fram núna og segja að við ættum reikna með því að hér verði um 4 milljónir ferðamanna á ári næstu tíu árin og það verði farið í fjárfestingar samkvæmt þeirri áætlun. Eins og gildir í öllum rekstri þá þarftu að hlúa að gullegginu en ekki aðeins boða aukna gjaldtöku á ferðaþjónustuna og nýta þá fjármuni síðan í eitthvað allt annað. Ríkið og sveitarfélög verða að endurfjárfesta það sem ferðaþjónustan er að skila, sérstaklega núna á þessu öra uppvaxtaskeiði greinarinnnar og þar með búa til umgjörð og stöðugleika sem leiðir síðan af sér meiri fjárfetingargetu í framtíðinni inn í heilbrigðiskerfið og menntamálin svo eitthvað sé nefnt." Við erum sjá mikla gengisstyrkingu sem er að farinn að bitna nokkuð á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hvernig er þetta að snerta WOW?"Það er alveg ljóst að styrking krónunnar, ásamt miklum launahækkunum síðustu misseri, er farinn að reyna verulega á alla þá sem starfa við útflutning. Við hjá WOW air finnum fyrir því eins og önnur fyrirtæki. Afkoman í ár verður erfiðari en í fyrra enda gefur það augaleið við þesssar aðstæður að þegar megnið af tekjunum eru í erlendri mynt en kostnaðurinn að mestu í krónum sem hækkar um tugi prósenta á ári þá hefur það mikil áhrif á reksturinn." Ekki unnið heimavinnunaStjórnvöld hafa boðað hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem er meðal annars liður í því að stemma stigu við þessum mikla vexti og þar af leiðandi gengisstyrkingu krónunnar. Er það ekki bara jákvætt? „Mér finnst þessi umræða vera á villigötum og myndi miklu frekar vilja sjá markvissa umræðu um hvernig við getum dreift álaginu betur á helstu ferðamannasvæðin svo og ferðamannastraumnum heilt yfir. Það gleymist reyndar oft að hrósa þeim sem vinna í ferðaþjónustunni fyrir hversu vel hún hefur staðið sig nú þegar í að byggja upp afþreyingu, gistiaðstöðu og núna er sérstaklega gaman að sjá hversu mikil uppbygging og nýsköpun er að eiga sér stað úti á landi en það er ljóst að það er síður en svo of mikið af ferðamönnum víðast hvar úti á landi ef þú talar við heimamenn. Hvað varðar aðgangsstýringu þá held ég aftur á móti að þessi virðisaukaskattshækkun muni engu breyta ef það er tilgangurinn. Það er undarlegt að við séum að ræða um slíkt núna þegar við gætum hæglega verið að taka á móti 4 milljónum ferðamanna ef við hefðum verið búin að vinna heimavinnuna okkar. Gera viðskiptaáætlun um hvað það myndi þýða fyrir ríkissjóð og hagkerfið í heild sinni að taka á móti slíkum fjölda ferðamanna og þora að horfa nokkur ár fram í tímann þar sem ekki er gert ráð fyrir því að þeir séu að fara að haga sér eins og síldin sem lét sig hverfa frá Íslandsströndum. Ferðamenn eru ekki að fara að hætta að koma til Íslands. Ef tilgangurinn er að afla aukinna tekna fyrir ríkissjóð og einfalda skattkerfið þá er það eitthvað sem ég get verið sammála um enda þykir mér sjálfsagt að ferðaþjónustan skili sínu í ríkissjóð. Að sama skapi verðum við líka að gera þá kröfu að þeir fjármunir fari jafnframt í fjárfestingu í atvinnugreininni þannig að hún grotni ekki niður. Þetta þarf að hanga saman. Ef við sem störfum í ferðaþjónustu myndum sjá að þessi skattahækkun verði til þess að auka fjárfestingar í innviðum og bæta þannig rekstrarumhverfi greinarinnar þá er ég hlynntur og skil þessa aðgerð. “Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira