Borgarlínan Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2017 07:00 Geta mannsins til að spá fyrir um framtíðina er í dag mun lakari en hún var fyrir nokkur hundruð árum. Ástæðan er sú að tækniþróun og framfarir eru miklu örari í dag en þá. Ef borgarar í hvaða Evrópuríki sem er í upphafi 16. aldar hefðu verið beðnir um að spá hvernig samfélagið yrði 50 árum síðar þá hefðu þeir getað sagt með nokkurri vissu að ákveðinn hluti manna myndi deyja úr hungri á tímabilinu, samgöngur yrðu svipaðar eða nákvæmlega eins, vopn yrðu sambærileg því sem þá þekktist og tímabilið myndi einkennast af stríðsátökum. Árið 2017 er hins vegar fullkomlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig samfélagið verður árið 2067. Hversu langt verður maðurinn kominn í þróun á róbótatækni? Hvaða orkugjafa verður maðurinn búinn að beisla? Mun hafa átt sér stað samruni véla og manna? Verður eilíft líf innan seilingar? Þótt þessar spurningar virðist fjarstæðukenndar fyrir einhverjum eru þær allar raunhæfar. Borgarlínan er nýtt kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa í sameiningu. Um er að ræða nýtt kerfi hraðvagna og léttlesta sem mun liggja í gegnum öll sveitarfélögin á svæðinu og verður allt að 57 kílómetrar að lengd. Kerfið verður byggt upp í áföngum. Stefnt er að því að taka fyrsta áfanga í notkun árið 2022 en að kerfið í heild verði tilbúið árið 2040. Miðað er við að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu myndi tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna sjálfa og hins vegar strætisvagnakerfi sem verður lagað að Borgarlínunni. Kostnaður við heildarnetið er áætlaður á bilinu 63 til 70 milljarðar króna. Greint hefur verið frá því að kostnaðurinn geti þó orðið talsvert hærri eða allt að 90 milljörðum króna. Ef það á að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu er mikilvægt að menn hafi fast land undir fótum um að kerfið sem byggja á upp sé í takti við þarfir samfélagsins. Þróun í hönnun rafbíla hefur verið mjög hröð. Fyrirtæki eins og Tesla og Google og flestir stóru bílaframleiðendurnir hafa fjárfest í þróun á sjálfkeyrandi rafbílum. Volkswagen hefur þegar kynnt einn slíkan, Sedric. Því er spáð í nýrri skýrslu hugveitunnar RethinkX að árið 2030 verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfkeyrandi rafbílum sem verði ekki í einkaeigu heldur í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Við sjáum þegar vísi að þessu í þeim borgum þar sem Uber hefur rutt sér til rúms. Ekki er útilokað að þegar léttlestakerfi Borgarlínu verður tekið í notkun verði komin fram ný tækni sem geri kerfið úrelt. Það er eðlilegt í ljósi kostnaðar kerfisins að kjósendur á höfuðborgarsvæðinu svari því með skýrum hætti hvort þeir vilji að ráðist verði í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. Geta okkar til að setja fram raunhæfa spádóma um framtíðina er takmörkuð. Gildir það bæði um sjálfkeyrandi rafbíla og kosti Borgarlínunnar. Að þessu sögðu er samt mikilvægt að þeir stjórnmálamenn sem hafa efasemdir um Borgarlínuna setji málið á dagskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Geta mannsins til að spá fyrir um framtíðina er í dag mun lakari en hún var fyrir nokkur hundruð árum. Ástæðan er sú að tækniþróun og framfarir eru miklu örari í dag en þá. Ef borgarar í hvaða Evrópuríki sem er í upphafi 16. aldar hefðu verið beðnir um að spá hvernig samfélagið yrði 50 árum síðar þá hefðu þeir getað sagt með nokkurri vissu að ákveðinn hluti manna myndi deyja úr hungri á tímabilinu, samgöngur yrðu svipaðar eða nákvæmlega eins, vopn yrðu sambærileg því sem þá þekktist og tímabilið myndi einkennast af stríðsátökum. Árið 2017 er hins vegar fullkomlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig samfélagið verður árið 2067. Hversu langt verður maðurinn kominn í þróun á róbótatækni? Hvaða orkugjafa verður maðurinn búinn að beisla? Mun hafa átt sér stað samruni véla og manna? Verður eilíft líf innan seilingar? Þótt þessar spurningar virðist fjarstæðukenndar fyrir einhverjum eru þær allar raunhæfar. Borgarlínan er nýtt kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa í sameiningu. Um er að ræða nýtt kerfi hraðvagna og léttlesta sem mun liggja í gegnum öll sveitarfélögin á svæðinu og verður allt að 57 kílómetrar að lengd. Kerfið verður byggt upp í áföngum. Stefnt er að því að taka fyrsta áfanga í notkun árið 2022 en að kerfið í heild verði tilbúið árið 2040. Miðað er við að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu myndi tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna sjálfa og hins vegar strætisvagnakerfi sem verður lagað að Borgarlínunni. Kostnaður við heildarnetið er áætlaður á bilinu 63 til 70 milljarðar króna. Greint hefur verið frá því að kostnaðurinn geti þó orðið talsvert hærri eða allt að 90 milljörðum króna. Ef það á að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu er mikilvægt að menn hafi fast land undir fótum um að kerfið sem byggja á upp sé í takti við þarfir samfélagsins. Þróun í hönnun rafbíla hefur verið mjög hröð. Fyrirtæki eins og Tesla og Google og flestir stóru bílaframleiðendurnir hafa fjárfest í þróun á sjálfkeyrandi rafbílum. Volkswagen hefur þegar kynnt einn slíkan, Sedric. Því er spáð í nýrri skýrslu hugveitunnar RethinkX að árið 2030 verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfkeyrandi rafbílum sem verði ekki í einkaeigu heldur í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Við sjáum þegar vísi að þessu í þeim borgum þar sem Uber hefur rutt sér til rúms. Ekki er útilokað að þegar léttlestakerfi Borgarlínu verður tekið í notkun verði komin fram ný tækni sem geri kerfið úrelt. Það er eðlilegt í ljósi kostnaðar kerfisins að kjósendur á höfuðborgarsvæðinu svari því með skýrum hætti hvort þeir vilji að ráðist verði í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. Geta okkar til að setja fram raunhæfa spádóma um framtíðina er takmörkuð. Gildir það bæði um sjálfkeyrandi rafbíla og kosti Borgarlínunnar. Að þessu sögðu er samt mikilvægt að þeir stjórnmálamenn sem hafa efasemdir um Borgarlínuna setji málið á dagskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári.