Sumarið er tíminn Ingrid Kuhlman skrifar 19. júlí 2017 07:00 Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar