Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 10:15 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Vísir/Pjetur Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111. Menningarnótt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.
Menningarnótt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira