Umdeilt flutningaskip við bryggju í Hafnarfirði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 17:30 Flutningaskipið Winter Bay er við höfn í Hafnarfjarðarhöfn. Skipið hefur farið í nokkra umdeilda leiðangra. Vísir Flutningaskipið Winter Bay er nú við höfn í Hafnarfjarðarhöfn þar sem verið er að ferma skipið af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur átt í vandræðum með að koma hvalkjöti til Japans á undanförnum árum og hafa skip með hvalkjöt frá fyrirtækinu þurft að fara óhefðbundnar siglingarleiðir til að koma því til hafnar Japans. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, sagði í febrúar á síðasta ári að fyrirtækið myndi ekki veiða neina hvali þá um sumarið vegna þess hve illa hefði gengið að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján hefur, samkvæmt heimildum Vísis, verið viðstaddur í Hafnarfirði þegar skipið hefur verið fermt.Dæmi um að kjötið hafi endað í hundamat í Japan Samkvæmt merkingum á pakkningum sem verið er að flytja um borð í skipið er þar um að ræða hvalkjöt af langreyðum. Skipið Winter Bay getur flutt um 2.000 tonn, samkvæmt uppýsingum á vefnum Marine Traffic. Árið 2015 var lagt í fremur óhefðbundinn leiðangur til að freista þess að koma hvalkjöti á markað í Japan. Þá var það sama skip, Winter Bay, sem fór með kjötið norðurleiðina í gegnum Norður-Íshafið, meðfram ströndum Noregs og Rússlands. Hvali hf. hefur síðan gengið illa að koma kjötinu á markað í Japan en þá eru þess dæmi að kjötið hafi endað í hundamat þar í landi.Verið er að ferma skipið af hvalkjöti í Hafnarfjarðarhöfn.VísirFór siglingaleið fyrir umdeildan farmÁrið áður, árið 2014, fór skipið Alma með 2.000 tonn af langreyðakjöti frá fyrirtækinu frá Hafnarfirði til Japan. Skipið fór hins vegar ekki hina hefðbundnu flutningaleið milli Evrópu og Japan í gegnum Miðjarðarhaf. Þess í stað sigldi skipið suður með ströndum Afríku sem er afar saldgæf siglingarleið og er hún helst farin þegar verið er að flytja umdeildan farm. Til stóð að skipið kæmi við í borginni Durban í Suður-Afríku en þar var komu skipsins mótmælt. Fréttamiðlar þar í landi sögðu að vegna þessa hafi skipið hætt við að koma til hafnar í borginni til að taka vistir. Þess í stað fór skipið að Port Louis, höfuðborg Máritíus til að taka vistir. Sumarið 2013 sneru yfirvöld í Hamborg og Rotterdam þremur gámum fullum af langreyðakjöti til baka til Íslands. Veiðarnar gagnrýndar úr mörgum áttum Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar geruðu ítrekað árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær. Máritíus Tengdar fréttir Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Líkir flutningi á langreyðarkjöti við ólöglegar fílaveiðar Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin furða sig á aðgerðum Hvals hf. 19. maí 2015 21:35 Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Formaður Sea Shepard samtakanna spjallar við útvarpsþáttinn Harmageddon. 12. ágúst 2015 10:20 Pamela Anderson biður Pútin um að stöðva Kristján Loftsson Leikkonan, sem á í góðu sambandi við Rússlandsforseta, vill að Rússir beiti sér fyrir því að stöðva flutning 1700 tonna af langreyðarkjöti í eigu Hvals hf. til Japans. 6. júlí 2015 22:36 Sagt sigla með tæp 2.000 tonn af hvalkjöti til Japan Winter Bay lagði frá bryggju í Hafnarfirði í dag og er stefnt til Japan með viðkomu í Ghana. 4. júní 2015 15:17 Hálf milljón vill stöðva för Winter Bay Winter Bay flytur tæplega tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti og er stefna þess sett á Japan með viðkomu í Ghana. 28. júní 2015 18:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Flutningaskipið Winter Bay er nú við höfn í Hafnarfjarðarhöfn þar sem verið er að ferma skipið af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur átt í vandræðum með að koma hvalkjöti til Japans á undanförnum árum og hafa skip með hvalkjöt frá fyrirtækinu þurft að fara óhefðbundnar siglingarleiðir til að koma því til hafnar Japans. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, sagði í febrúar á síðasta ári að fyrirtækið myndi ekki veiða neina hvali þá um sumarið vegna þess hve illa hefði gengið að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján hefur, samkvæmt heimildum Vísis, verið viðstaddur í Hafnarfirði þegar skipið hefur verið fermt.Dæmi um að kjötið hafi endað í hundamat í Japan Samkvæmt merkingum á pakkningum sem verið er að flytja um borð í skipið er þar um að ræða hvalkjöt af langreyðum. Skipið Winter Bay getur flutt um 2.000 tonn, samkvæmt uppýsingum á vefnum Marine Traffic. Árið 2015 var lagt í fremur óhefðbundinn leiðangur til að freista þess að koma hvalkjöti á markað í Japan. Þá var það sama skip, Winter Bay, sem fór með kjötið norðurleiðina í gegnum Norður-Íshafið, meðfram ströndum Noregs og Rússlands. Hvali hf. hefur síðan gengið illa að koma kjötinu á markað í Japan en þá eru þess dæmi að kjötið hafi endað í hundamat þar í landi.Verið er að ferma skipið af hvalkjöti í Hafnarfjarðarhöfn.VísirFór siglingaleið fyrir umdeildan farmÁrið áður, árið 2014, fór skipið Alma með 2.000 tonn af langreyðakjöti frá fyrirtækinu frá Hafnarfirði til Japan. Skipið fór hins vegar ekki hina hefðbundnu flutningaleið milli Evrópu og Japan í gegnum Miðjarðarhaf. Þess í stað sigldi skipið suður með ströndum Afríku sem er afar saldgæf siglingarleið og er hún helst farin þegar verið er að flytja umdeildan farm. Til stóð að skipið kæmi við í borginni Durban í Suður-Afríku en þar var komu skipsins mótmælt. Fréttamiðlar þar í landi sögðu að vegna þessa hafi skipið hætt við að koma til hafnar í borginni til að taka vistir. Þess í stað fór skipið að Port Louis, höfuðborg Máritíus til að taka vistir. Sumarið 2013 sneru yfirvöld í Hamborg og Rotterdam þremur gámum fullum af langreyðakjöti til baka til Íslands. Veiðarnar gagnrýndar úr mörgum áttum Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar geruðu ítrekað árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.
Máritíus Tengdar fréttir Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Líkir flutningi á langreyðarkjöti við ólöglegar fílaveiðar Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin furða sig á aðgerðum Hvals hf. 19. maí 2015 21:35 Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Formaður Sea Shepard samtakanna spjallar við útvarpsþáttinn Harmageddon. 12. ágúst 2015 10:20 Pamela Anderson biður Pútin um að stöðva Kristján Loftsson Leikkonan, sem á í góðu sambandi við Rússlandsforseta, vill að Rússir beiti sér fyrir því að stöðva flutning 1700 tonna af langreyðarkjöti í eigu Hvals hf. til Japans. 6. júlí 2015 22:36 Sagt sigla með tæp 2.000 tonn af hvalkjöti til Japan Winter Bay lagði frá bryggju í Hafnarfirði í dag og er stefnt til Japan með viðkomu í Ghana. 4. júní 2015 15:17 Hálf milljón vill stöðva för Winter Bay Winter Bay flytur tæplega tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti og er stefna þess sett á Japan með viðkomu í Ghana. 28. júní 2015 18:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00
Líkir flutningi á langreyðarkjöti við ólöglegar fílaveiðar Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin furða sig á aðgerðum Hvals hf. 19. maí 2015 21:35
Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Formaður Sea Shepard samtakanna spjallar við útvarpsþáttinn Harmageddon. 12. ágúst 2015 10:20
Pamela Anderson biður Pútin um að stöðva Kristján Loftsson Leikkonan, sem á í góðu sambandi við Rússlandsforseta, vill að Rússir beiti sér fyrir því að stöðva flutning 1700 tonna af langreyðarkjöti í eigu Hvals hf. til Japans. 6. júlí 2015 22:36
Sagt sigla með tæp 2.000 tonn af hvalkjöti til Japan Winter Bay lagði frá bryggju í Hafnarfirði í dag og er stefnt til Japan með viðkomu í Ghana. 4. júní 2015 15:17
Hálf milljón vill stöðva för Winter Bay Winter Bay flytur tæplega tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti og er stefna þess sett á Japan með viðkomu í Ghana. 28. júní 2015 18:35