Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 06:42 Hermenn taka sér stöðu skammt frá Kirkuk. Vísir/Getty Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum. Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira