Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2017 06:00 Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður Zuism Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira