Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Lárus Guðbjartsson og Steinarr Lár Steinarsson, eigendur Kúkú Campers. Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira