Bandarískir þingmenn segja frá áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 15:00 Um tuttugu prósent þingmanna á fulltrúadeild þingsins eru konur. Vísir/Getty Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna. Bandaríkin MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira