Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Hulda Hólmkelsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. nóvember 2017 13:07 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð. Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira