Fyrstu myndir af Kevin Spacey í meðferð við kynlífsfíkn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 18:14 Myndir náðust af Óskarsverðlaunaleikaranum Kevin Spacey fyrir utan Meadows-meðferðarstöðina í Arizona í Bandaríkjunum. Tímaritið Us Magazine birtir myndirnar. Er leikarinn í meðferð við kynlífsfíkn á stöðinni, eftir að fjölmargir menn hafa ásakað hann síðustu vikur um kynferðislegt ofbeldi. Meadows-stöðin er fyrir löngu orðin þekkt meðal stjarnanna en golfarinn Tiger Woods og leikararnir David Duchovny og Michael Douglas hafa leitað sér hjálpar við kynlífsfíkn þar. Þá er einnig tekið á öðrum fíknisjúkdómum á stöðinni, til dæmis átröskun og áfengissýki. Forsíða Us Magazine þegar þetta er skrifað. Mánaðarmeðferð á stöðinni kostar 28 þúsund dollara, tæplega þrjár milljónir króna, en innifalið í því eru til dæmis reiðtímar og jógakennsla. Þá er notkun á farsímum og tölvum takmörkuð, strangar reglur um klæðnað gilda á svæðinu og ekki má reykja á stöðinni. „Kevin Spacey ætlar að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til að leita sér meðferðar,“ sagði blaðafulltrúi leikarans í fréttatilkynningu þann 2. nóvember síðastliðinn og bætti við að frekari upplýsingar um meðferðin væru ekki veittar að svo stöddu. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Á American Beauty-leikarinn meðal annars að hafa lagst ofan á hann. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards. Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Myndir náðust af Óskarsverðlaunaleikaranum Kevin Spacey fyrir utan Meadows-meðferðarstöðina í Arizona í Bandaríkjunum. Tímaritið Us Magazine birtir myndirnar. Er leikarinn í meðferð við kynlífsfíkn á stöðinni, eftir að fjölmargir menn hafa ásakað hann síðustu vikur um kynferðislegt ofbeldi. Meadows-stöðin er fyrir löngu orðin þekkt meðal stjarnanna en golfarinn Tiger Woods og leikararnir David Duchovny og Michael Douglas hafa leitað sér hjálpar við kynlífsfíkn þar. Þá er einnig tekið á öðrum fíknisjúkdómum á stöðinni, til dæmis átröskun og áfengissýki. Forsíða Us Magazine þegar þetta er skrifað. Mánaðarmeðferð á stöðinni kostar 28 þúsund dollara, tæplega þrjár milljónir króna, en innifalið í því eru til dæmis reiðtímar og jógakennsla. Þá er notkun á farsímum og tölvum takmörkuð, strangar reglur um klæðnað gilda á svæðinu og ekki má reykja á stöðinni. „Kevin Spacey ætlar að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til að leita sér meðferðar,“ sagði blaðafulltrúi leikarans í fréttatilkynningu þann 2. nóvember síðastliðinn og bætti við að frekari upplýsingar um meðferðin væru ekki veittar að svo stöddu. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Á American Beauty-leikarinn meðal annars að hafa lagst ofan á hann. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards.
Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira