Reglulegt rafmagnsleysi í Skötufirði Aron Ingi Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2017 13:03 Ábúendur á bænum Hvítanesi í Skötufirði hafa fengið nóg af rafmagnsleysi sem reglulega lætur á sér kræla. "Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir sveitarstjórinn. Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar. Súðavíkurhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar.
Súðavíkurhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira