Kolefnisröfl á mannamáli Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar