Ráðherra bauð í hundruð þúsunda króna kvöldverð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Gestir ráðherra snæddu þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. vísir/GVA Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bauð á þriðja tug gesta Arctic Circle-ráðstefnunnar í október í þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. Kostnaður vegna boðsins nam rúmum 400 þúsund krónum. Meðal gesta voru þrettán manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstoðarmaður hans, fulltrúar fyrirtækja í Grindavík og starfsmenn ráðuneyta. Kostnaðinn við boðið er að finna á vefsíðunni Opnir reikningar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í september síðastliðnum og er ætlað að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Gagnagrunnurinn nær aftur til ágúst þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneytanna. Reikningurinn frá Bláa lóninu hljóðaði upp á 401.300 krónur vegna risnu en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru 27 manns í mat umrætt sinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir Arctic Circle-ráðstefnan fór fram 11.-15. október og kom sendinefnd frá Kyrrahafseyjum til landsins í tengslum við hana. Að kvöldi 11. október, að lokinni heimsókn föruneytisins til fyrirtækja í Grindavík, bauð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hópnum og fulltrúum fyrirtækjanna sem heimsótt voru til kvöldverðar í Bláa lóninu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var um þriggja rétta máltíð að ræða. Miðað við fjölda gesta og heildarkostnað jafngildir það að hver og einn reikningur hafi hljóðað upp á tæpar 15 þúsund krónur. Ráðuneytið greiddi reikninginn í síðasta mánuði og birtist hann nú á dögunum í nóvemberyfirliti Opinna reikninga. Þó algengt sé að risnu af þessu tagi sé að finna í reikningum ráðuneytanna þá er kvöldverðarboðið í Bláa lóninu það dýrasta á því tímabili sem gagnagrunnurinn nær til. Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bauð á þriðja tug gesta Arctic Circle-ráðstefnunnar í október í þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. Kostnaður vegna boðsins nam rúmum 400 þúsund krónum. Meðal gesta voru þrettán manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstoðarmaður hans, fulltrúar fyrirtækja í Grindavík og starfsmenn ráðuneyta. Kostnaðinn við boðið er að finna á vefsíðunni Opnir reikningar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í september síðastliðnum og er ætlað að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Gagnagrunnurinn nær aftur til ágúst þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneytanna. Reikningurinn frá Bláa lóninu hljóðaði upp á 401.300 krónur vegna risnu en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru 27 manns í mat umrætt sinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir Arctic Circle-ráðstefnan fór fram 11.-15. október og kom sendinefnd frá Kyrrahafseyjum til landsins í tengslum við hana. Að kvöldi 11. október, að lokinni heimsókn föruneytisins til fyrirtækja í Grindavík, bauð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hópnum og fulltrúum fyrirtækjanna sem heimsótt voru til kvöldverðar í Bláa lóninu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var um þriggja rétta máltíð að ræða. Miðað við fjölda gesta og heildarkostnað jafngildir það að hver og einn reikningur hafi hljóðað upp á tæpar 15 þúsund krónur. Ráðuneytið greiddi reikninginn í síðasta mánuði og birtist hann nú á dögunum í nóvemberyfirliti Opinna reikninga. Þó algengt sé að risnu af þessu tagi sé að finna í reikningum ráðuneytanna þá er kvöldverðarboðið í Bláa lóninu það dýrasta á því tímabili sem gagnagrunnurinn nær til.
Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira