Gefa ekki upp afstöðu sína til Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2017 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu ekki stjórnarmyndun VG við Framsókn og Sjálfstæðisflokks. Þau vildu ekki gefa út afdráttarlaus svör hvort þau trestu Sigríði Andersen til áframhaldandi starfa sem Dómsmálaráðherra. vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03