Sagði það þjóðarskömm að fyrirtæki sem lifa á því að þjónusta bændur geri ekki betur Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2018 20:30 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. Vísir/Ernir „Það er sannarlega óhefðbundið að fá kokk og svefnsófasölumann að borðinu þegar vandi sauðfjárbænda er ræddur, en hver veit nema við höfum eitthvað til málanna að leggja,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, á fundi með þrjú hundruð og fimmtíu sauðfjárbændum í íþróttahúsinu á Hellu í gær. Tilefni fundarins var að blása bændum bjartsýni brjóst þegar kemur að markaðssetningu á lambakjöti. Staða sauðfjárbænda er sögð grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis. Fjallað var um fundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og vöktu orð Þórarins mikla athygli þar sem hann sagðist vera að moka út lambakjöti og sagðist ætla að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða fimm hundruð skammta á dag. Gagnrýninn á algjört okur Vísir fékk erindi Þórarins sent og verður farið ítarlega yfir það sem hann hafði að segja við bændur á þessum fundi. Það helst sem kom fram í erindi Þórarins var að hægt væri að auka sölu á lambakjöti mun meira með því að bjóða ferðamönnum upp á það. Sá fjöldi væri mjög mikill og vel hægt að auka söluna umtalsvert með slíku framtaki. Þá sagði hann að þegar harðnar í ári finnist oft mjög góðar lausnir sem ekki sáust þegar betur gekk. Þórarinn sagði IKEA á Íslandi vera gott dæmi um það. Þórarinn, sem er bakarameistari að mennt, rakti feril sinn bæði hjá Domino´s og IKEA en hann hefur unnið með mat í 35 ár og náð góðum árangri. Hann sagðist hafa sterkar skoðanir á ýmsu þegar kemur að veitingarekstri á Íslandi og verið gagnrýninn á það sem hann kallar algjört okur.Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní, og Þórarinn Ævarsson á fundinum á Hellu í gær.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýta það sem fæst í nágrenninu „Eins er ég þeirrar skoðunar að það sé almennt betra að nýta matvæli sem eiga uppruna í námunda við neyslustað, sé þess kostur, eða með öðrum orðum, þá eigi að reyna að stefna að því að takmarka innflutning og nýta það sem fæst í nágrenninu,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist hafa verið beðinn um að vera með framsögu á fundinum vegna þess að IKEA væri þekkt fyrir að nálgast hlutina á óhefðbundinn hátt og þess vegna náð ansi góðum árangri í sölu á veitingum. Þórarinn benti á að árið 2005 hefði velta veitingasviðs IKEA verið 48 milljónir og innlend hráefniskaup að verðmæti um 14 milljónir króna. Árið 2017 var velta veitingasviðs 1.500 milljónir og innlend hráefniskaup um 400 milljónir. Um væri að ræða 30 földun á veltu og umfangi innkaupa á einungis 12 árum. Fyrir árslok ársins 2020 er gert ráð fyrir að velta veitingasviðs verði komin í rúma 2 milljarða, gangi hógværar væntingar eftir. Hann sagðist hafa tekið á ákvörðum að leggja aukna áherslu á lambakjöt á matseðli IKEA. Sú ákvörðum væri byggð á umhverfissjónarmiðum, ættjarðarást, samfélagsábyrgð, viðskiptalegum forsendum og síðast en ekki síst á viðtökum viðskiptavina IKEA.Þórarinn fór yfir hvernig sala á lambakjöti hefur aukist gífurlega hjá Ikea á síðastliðnum árum.Vísir/ErnirMikil aukning í sölu á lambakjöti Þórarinn fór yfir hvernig sala á lambakjöti hefur aukist gífurlega hjá IKEA á síðastliðnum árum. Árið 2015 seldust 14.000 skammtar af ýmsum útfærslum á lambakjöti á veitingastað IKEA, árið 2016 seldust 66.000 skammtar og árið 2018 seldust 84.000 skammtar. Árið 2018 ætlar IKEA að selja 150.000 skammta af lambakjöti og 250.000 skammta árið 2020. Þórarinn vildi meina að IKEA hafi sumpart fyrir tilviljun dottið niður á eitthvað alveg stórmerkilegt sem gæti, ef rétt er haldið á spöðunum, gerbreytt landslaginu fyrir íslenska sauðfjárbændur. Hann rakti hugmyndafræði IKEA sem gengur út á að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Sagði hann nálgun IKEA á hinum ýmsu áskorunum eiga erindi á þessum fundi og þegar til kastanna kæmi, þá ætti IKEA meira sameiginlegt með íslenskum bændum en menn hefðu trúað. Þórarinn sagði að uppruninn á IKEA vörumeigi að vera 100 prósent skýr, rétt eins og með íslenska lambakjötið. Sé varan keypt í IKEA þá leiki enginn vafi á að um sé að ræða vöru frá IKEA, ekki eitthvað annað. Viðskiptavinurinn geti þannig gengið að því vísu að aðbúnaður starfsfólks í verksmiðju sé í lagi og að hráefni sé aflað á ábyrgan hátt og varan innihaldi ekki ósæskileg efni eða sé hættuleg í notkun. IKEA þurfti að taka á stóra sínum í hruninuÞórarinn ræddi efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 og hvernig fyrirtækið hefði tekist á við það mótlæti. Hann sagði bændur horfa fram á fordæmalausa tekjuskerðingu í dag og taldi mótlæti bænda eiga sér einhver fordæmi í hruninu árið 2008 og hvernig IKEA tókst á við það. Í hruninu stóð IKEA uppi með alltof stórt hús og mikla fjárfestingu þegar fótunum var kippt undan fyrirtækinu. Staðan neyddi fyrirtækið til að kafa djúpt og velta upp öllum möguleikum. Ef hægt var að segja upp þjónustu var það gert eða hún færð inn í fyrirtækið. Margir starfsmenn IKEA þurftu að sætta sig við að vera færðir til í starfi tímabundið til að tryggja starfsfólkinu vinnu. Þórarinn sagði að fólk með háskólamenntun hefði jafnvel þurft að fara á kassa eða vinna við eitthvað allt annað en ráðningarsamningurinn hljóðaði upp á. Hollur skóli fyrir alla „En þegar upp var staðið, þá var þetta hollur skóli fyrir alla,“ sagði Þórarinn. Starfsfólk IKEA tók yfir tölvumál fyrirtækisins og náðist þannig gríðarlegur sparnaður ásamt því að boðið var upp á hraðara net og betri þjónustu. IKEA keypti dráttarvélar og tæki til að sinna bæði snjómokstri fyrir Kauptúnssvæðið á veturna og síðan allri garðvinnu og viðhaldi á sumrin. IKEA hætti að nota auglýsingastofu og nýtti þekkingu og reynslu starfsmanna við auglýsingagerð og birtingar. Í stað aðkeyptrar ræstingar var starfsfólki IKEA greitt fyrir þrifin og var fjárfest í iðnaðarþvottavélum og þurrkurum í stað þess að notast við þvottahús.Ikea keypti dráttarvélar og tæki til að sinna bæði snjómokstri fyrir Kauptúnssvæðið á veturna og síðan allri garðvinnu og viðhaldi á sumrin til að spara eftir hrunið 2008.Vísir/VilhelmAllt þetta sparaði fyrirtækinu verulegar upphæðir en meira þurfti til því húsið var enn hálftómt og vantaði sárlega að auka gestafjöldann. Þórarinn sagði að eftir hrun þá þurfti fólk á Íslandi sannarlega að kaupa áfram mat og fatnað, en það gat mjög auðveldlega beðið með að endurnýja eldhúsið eða fá sér nýjan sófa. „Hafandi þann bakgrunn sem ég hef í mat, þá lá að mínu mati beinast við að reyna að nýta risastóran veitingastað IKEA til að ná fólki á staðinn,“ sagði Þórarinn.Gáfu börnum 500 þúsund matarskammta Í nóvember árið 2008 ákvað IKEA að bjóða börnum undir 12 ára aldri frítt að borða. Var það aðeins hugsað til eins mánaðar til að styðja barnafólk í miðju hruninu en á endanum stóð þetta yfir í ein sex ár og gaf fyrirtækið 500 þúsund matarskammt til barna á tímabilinu. Því var fylgt eftir með því að bjóða saltkjöt og baunir á túkall sem sló í gegn. „En það sem vakti athygli mína var að þar sem ég stóð við súpupottinn með ausu þá heyrði ég að margir höfðu orð á því hvað þetta væri í raun góður matur og að viðkomandi hafði ekki fengið þetta í langan tíma. Það vakti mig til umhugsunar um það hvort við værum mögulega að vanrækja þjóðlegan mat og hvort það væru þarna möguleg sóknarfæri,“ sagði Þórarinn.Ikea bauð upp á saltkjöt og baunir fyrir túkall eftir efnahagshrunið árið 2008 sem sló í gegn. Þórarinn velti þá fyrir sér hvort Íslendingar væru mögulega að vanrækja þjóðlegan mat og hvort þar væru mögulega sóknarfæri.Vísir/VilhelmInnfæddir leggja áherslu á þjóðlegar matarhefðir Hann benti á að hvert sem ferðast er þá leggja innfæddir áherslu á að kynna þjóðlegar matarhefðir. Í Japan er það sushi, croissant, ostar og baguette í Frakklandi, fondue í Sviss, snitzel í Þýskalandi, sænskar kjötbollur í Svíþjóð og vínarbrauð og flæskesteg í Danmörku. „Þetta gengur reyndar svo langt að vínarbrauð, sem eiga uppruna sinn eins og nafnið bendir til í Austurríki, er kallað Danish pastry eða bara Danish sannarstaðar í heiminum,“ sagði Þórarinn. Hann sagði þá sem hvað lengst væru komnir í þessu vera Bandaríkjamenn þar sem fylki og landshlutar eru með sína einkennisrétti. Nefndi hann KFC í suðurríkjunum, pizzu í miðríkjunum, taco í Nýju Mexíkó og nautasteik í Texas svo dæmi séu tekin. Íslendingar skammast sín fyrir matarhefðirnar Á Íslandi sé hins vegar boðið upp á nautasteik, taco, pizzu og kjúklingabita. „Hér á Íslandi leggjum við okkur fram um að skammast okkar fyrir matarhefðirnar og bjóðum upp á allt annað en það sem kynslóðirnar á undan gæddu sér á,“ sagði Þórarinn. Þegar hann hætti að vinna sem bakari fyrir 25 árum var allskonar varningur á boðstólum sem naut mikilla vinsælda en er nú horfinn. „Ég er þeirrar skoðunar að margt af þessu hafi verið látið víkja, ekki af því að það seldist ekki, heldur vegna þess að það þurfti að rýma fyrir nýjungum. Af hverju er ekki lengur hægt að fá gamaldags kringlur, eða normalbrauð?? Hver segir það að fólk hafi endilega viljað hætta að fá ástarpunga og kleinur, og skipta því góðgæti út fyrir Crispy Creme og Dunkin Donuts? Þjóð sem getur ekki haldið í og virt gamlar venjur er aum þjóð,“ sagði Þórarinn og bætti við að Íslendingar væru gjarnir á að bjóða útlendingum upp á kæsta hákarl, sem væri ekki líklegt til að auka hróður okkar.Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg vegna lækkaðs vöruverðs ytra.vísir/vilhelmSagði N1 leggja ofuráherslu á hamborgara Hann spurði hvernig það megi vera að fyrirtæki eins og N1, sem er með greiðasölur um allt land í túnfæti bænda, leggi ofuráherslu á hamborgara úr nautakjöti á sama tíma og það er skortur á nautakjöti á landinu og mikið af því innflutt. Þetta væri gert á kostnað þess að bjóða upp á úrval lambakjötsrétta. „Ég fullyrði að útlendingar eru yfirhöfuð ekki að koma til Íslands til að fá sér hamborgara. Ég fullyrði það líka að hamborgararnir eru ekki að auka hróður lands,“ sagði Þórarinn sem tók fram að hann vissi ekki hvort N1 notar innlent eða erlent nautakjöt í borgarana sína, það skipti hins vegar ekki máli. Skortur væri á nautakjöti á sama tíma og offramboð sé á lambakjöti. Hann sagði N1 og aðra líklega til að koma með sínar hefðbundnu úrtöluraddir, erfitt sé að elda lambakjöt, það sé dýrt að kaupa það og enginn vilji það. Þórarinn blés á þessi rök og sagði lítið mál að vera með foreldaða lambakjötsrétti í boði, sem kölluðu á mun minni tækjabúnað eða flækjustig en að steikja hamborgara og franskar.Vel hægt að selja útlendingum lambakjöt Hann sagði að síðustu ár hefði IKEA auglýst í tímaritum sem standa farþegum til boða í áætlunarferðum Icelandair og Wow air til Íslands. Frá því það var gert hefur orðið gríðarleg fjölgun á erlendum gestum í IKEA sem láta vel af þjóðlegu réttunum og sagði Þórarinn að það væri eitthvað einstaklega fallegt við að sjá hóp Kínverja, nýkomna frá Sjanghæ, troða sig út af hangikjöti. Þórarinn taldi sig hafa sýnt svo ekki verður um villst að það sé vel hægt að selja lambakjöt og hagnast á því, jafnt útlendingum sem Íslendingum. „Lambakjötið heldur sínu og rúmlega það í bullandi samkeppni við fjölda annarra rétta á matseðli IKEA,“ sagði Þórarinn. Hann taldi að hægt væri að selja mikið meira af lambakjöti, bæði til Íslendinga og útlendinga. „Í mínum huga á að selja lambakjöt sem alþýðumat og á alþýðuverði, en í dag er lambakjöt allt of fjarlægt hinum almenna neytanda,“ sagði Þórarinn en bætti við að húsgagnaverslun í Garðabæ gæti aldrei orðið sú brú sem þarf til að koma lambakjötinu almennilega á kortið.350 bændur mættu á funinn á Hellu í gær.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonBændur krefjist þess að stóru fyrirtækin vinni með þeim„Hvað með að þið bændur farið að sýna smá pung,“ sagði Þórarinn og benti bændum á að þeir ættu að krefjast þess að fyrirtæki sem eru í þeirra eigu, eins og Sláturfélag Suðurlands, vinni með þeim. „Krefjist þess að fyrirtæki sem lifa á því að þjónustu bændur, eins og N1, vinni með ykkur. Það er hneisa og þjóðarskömm að þessir aðilar geri ekki betur,“ sagði Þórarinn. Hann benti á að meðalfjöldi erlendra ferðamanna, sem eru staddir á landinu í júní, júlí og ágúst, sé vel yfir 100 þúsund á hverjum degi og er meðaldvöl þeirra 10 dagar. Það þýði að um 900 þúsund ferðamanna koma til landsins þessa þrjá mánuði og það geri 18 milljónir máltíða að lágmarki. EF horft er yfir árið í heild þá sé vel hægt að tvöfalda þessa tölu, eða yfir 40 til 45 milljónir máltíða, að mati Þórarins. Hann sagi að ef hægt yrði að fá 10 prósent gestanna til að prófa lamb og það væru að meðaltali 175 grömm í skammti, þá væri um að ræða fjórar milljónir máltíða, eða 700 til 750 tonn af lambakjöti. „Það er búist við að ferðamönnum fjölgi verulega á komandi árum og því hægt að leiða að því líkur að innan örfárra ára væri þetta magn búið að aukast sem því nemur. Ef við síðan gefum okkur það að ferðamanninum líki við lambið og fái sér 2 eða 3 máltíðir, þá erum við að tala um að öll umframframleiðsla og rúmlega það fari í þetta,“ sagði Þórarinn.Boðið var upp á lambahamborgara á fundinum í gær.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonPirrar hann mest að verið sé að glopra niður tækifærum Hann ítrekaði að hann væri einungis svefnsófasölumaður, eða með öðrum orðum leikmaður, en hefði þó 25 ára reynslu af stjórnunarstarfi í tveimur risastórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Hann þekki því vel inn á heilbrigð viðskipti og renni blóð til skyldunnar sem Íslendingi til að benda á hvað megi betur fara. „Það er í mínum huga kolrangt gefið í þessum leik og það sem pirrar mig kannski mest, það er verið að glopra niður ótrúlegum tækifærum fyrir land og þjóð,“ sagði Þórarinn sem bætti við að hann ætti engra persónulegra hagsmuna að gæta. Hann tæki N1 og Sláturfélag Suðurlands einungis sem dæmi því um er að ræða stór fyrirtæki á markaði og fókusinn þurfi að vera á þeim. Vill neyða stjóra stórfyrirtækja til að finna lausnir Þórarinn sagði að ef hann mætti öllu ráða þá myndi hann læsa Steinþór Skúlason forstjóra SS, Ágúst Torfa Hauksson framkvæmdastjóra Norðlenska, Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga og Eggert Kristófersson forstjóra N1 saman inni í litlu herbergi og ekki hleypa þeim út fyrr en þeir væru komnir með raunhæf plön fyrir að selja fjórar milljónir skammta af lambaréttum hið minnsta ári. Þá myndi Þórarinn hætta öllum útflutningi á lambi því honum finnst jafn rangt að flytja frosið kjöt frá Íslandi og það er að flytja frosið kjöt til Íslands. Hann vill nota næsta áratug í að skapa sterka matarhefð með lamb í forgrunni, þar sem ekki fer á milli mála hver þjóðarrétturinn er. „Á meðan ég ræð einhverju hjá IKEA þá er ég til í að stíga þennan dans með ykkur. Enda er mitt glas hálffullt, nú sem endranær,“ sagði Þórarinn. IKEA Landbúnaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti "Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ 6. janúar 2018 20:50 Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Prófessor í lyfja- og eiturefnafræðum gagnrýnir harðlega auglýsingar sauðfjárbænda um erfðabreytt fóður. "Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafræði.“ 4. janúar 2018 08:00 Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt Sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var fenginn til að skoða umhverfi sauðfjárræktar á landinu. Segir eðlilegt að búum fækki og erfitt sé að byggja greinina upp að svo stórum hluta á útflutningi. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Það er sannarlega óhefðbundið að fá kokk og svefnsófasölumann að borðinu þegar vandi sauðfjárbænda er ræddur, en hver veit nema við höfum eitthvað til málanna að leggja,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, á fundi með þrjú hundruð og fimmtíu sauðfjárbændum í íþróttahúsinu á Hellu í gær. Tilefni fundarins var að blása bændum bjartsýni brjóst þegar kemur að markaðssetningu á lambakjöti. Staða sauðfjárbænda er sögð grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis. Fjallað var um fundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og vöktu orð Þórarins mikla athygli þar sem hann sagðist vera að moka út lambakjöti og sagðist ætla að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða fimm hundruð skammta á dag. Gagnrýninn á algjört okur Vísir fékk erindi Þórarins sent og verður farið ítarlega yfir það sem hann hafði að segja við bændur á þessum fundi. Það helst sem kom fram í erindi Þórarins var að hægt væri að auka sölu á lambakjöti mun meira með því að bjóða ferðamönnum upp á það. Sá fjöldi væri mjög mikill og vel hægt að auka söluna umtalsvert með slíku framtaki. Þá sagði hann að þegar harðnar í ári finnist oft mjög góðar lausnir sem ekki sáust þegar betur gekk. Þórarinn sagði IKEA á Íslandi vera gott dæmi um það. Þórarinn, sem er bakarameistari að mennt, rakti feril sinn bæði hjá Domino´s og IKEA en hann hefur unnið með mat í 35 ár og náð góðum árangri. Hann sagðist hafa sterkar skoðanir á ýmsu þegar kemur að veitingarekstri á Íslandi og verið gagnrýninn á það sem hann kallar algjört okur.Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní, og Þórarinn Ævarsson á fundinum á Hellu í gær.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýta það sem fæst í nágrenninu „Eins er ég þeirrar skoðunar að það sé almennt betra að nýta matvæli sem eiga uppruna í námunda við neyslustað, sé þess kostur, eða með öðrum orðum, þá eigi að reyna að stefna að því að takmarka innflutning og nýta það sem fæst í nágrenninu,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist hafa verið beðinn um að vera með framsögu á fundinum vegna þess að IKEA væri þekkt fyrir að nálgast hlutina á óhefðbundinn hátt og þess vegna náð ansi góðum árangri í sölu á veitingum. Þórarinn benti á að árið 2005 hefði velta veitingasviðs IKEA verið 48 milljónir og innlend hráefniskaup að verðmæti um 14 milljónir króna. Árið 2017 var velta veitingasviðs 1.500 milljónir og innlend hráefniskaup um 400 milljónir. Um væri að ræða 30 földun á veltu og umfangi innkaupa á einungis 12 árum. Fyrir árslok ársins 2020 er gert ráð fyrir að velta veitingasviðs verði komin í rúma 2 milljarða, gangi hógværar væntingar eftir. Hann sagðist hafa tekið á ákvörðum að leggja aukna áherslu á lambakjöt á matseðli IKEA. Sú ákvörðum væri byggð á umhverfissjónarmiðum, ættjarðarást, samfélagsábyrgð, viðskiptalegum forsendum og síðast en ekki síst á viðtökum viðskiptavina IKEA.Þórarinn fór yfir hvernig sala á lambakjöti hefur aukist gífurlega hjá Ikea á síðastliðnum árum.Vísir/ErnirMikil aukning í sölu á lambakjöti Þórarinn fór yfir hvernig sala á lambakjöti hefur aukist gífurlega hjá IKEA á síðastliðnum árum. Árið 2015 seldust 14.000 skammtar af ýmsum útfærslum á lambakjöti á veitingastað IKEA, árið 2016 seldust 66.000 skammtar og árið 2018 seldust 84.000 skammtar. Árið 2018 ætlar IKEA að selja 150.000 skammta af lambakjöti og 250.000 skammta árið 2020. Þórarinn vildi meina að IKEA hafi sumpart fyrir tilviljun dottið niður á eitthvað alveg stórmerkilegt sem gæti, ef rétt er haldið á spöðunum, gerbreytt landslaginu fyrir íslenska sauðfjárbændur. Hann rakti hugmyndafræði IKEA sem gengur út á að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Sagði hann nálgun IKEA á hinum ýmsu áskorunum eiga erindi á þessum fundi og þegar til kastanna kæmi, þá ætti IKEA meira sameiginlegt með íslenskum bændum en menn hefðu trúað. Þórarinn sagði að uppruninn á IKEA vörumeigi að vera 100 prósent skýr, rétt eins og með íslenska lambakjötið. Sé varan keypt í IKEA þá leiki enginn vafi á að um sé að ræða vöru frá IKEA, ekki eitthvað annað. Viðskiptavinurinn geti þannig gengið að því vísu að aðbúnaður starfsfólks í verksmiðju sé í lagi og að hráefni sé aflað á ábyrgan hátt og varan innihaldi ekki ósæskileg efni eða sé hættuleg í notkun. IKEA þurfti að taka á stóra sínum í hruninuÞórarinn ræddi efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 og hvernig fyrirtækið hefði tekist á við það mótlæti. Hann sagði bændur horfa fram á fordæmalausa tekjuskerðingu í dag og taldi mótlæti bænda eiga sér einhver fordæmi í hruninu árið 2008 og hvernig IKEA tókst á við það. Í hruninu stóð IKEA uppi með alltof stórt hús og mikla fjárfestingu þegar fótunum var kippt undan fyrirtækinu. Staðan neyddi fyrirtækið til að kafa djúpt og velta upp öllum möguleikum. Ef hægt var að segja upp þjónustu var það gert eða hún færð inn í fyrirtækið. Margir starfsmenn IKEA þurftu að sætta sig við að vera færðir til í starfi tímabundið til að tryggja starfsfólkinu vinnu. Þórarinn sagði að fólk með háskólamenntun hefði jafnvel þurft að fara á kassa eða vinna við eitthvað allt annað en ráðningarsamningurinn hljóðaði upp á. Hollur skóli fyrir alla „En þegar upp var staðið, þá var þetta hollur skóli fyrir alla,“ sagði Þórarinn. Starfsfólk IKEA tók yfir tölvumál fyrirtækisins og náðist þannig gríðarlegur sparnaður ásamt því að boðið var upp á hraðara net og betri þjónustu. IKEA keypti dráttarvélar og tæki til að sinna bæði snjómokstri fyrir Kauptúnssvæðið á veturna og síðan allri garðvinnu og viðhaldi á sumrin. IKEA hætti að nota auglýsingastofu og nýtti þekkingu og reynslu starfsmanna við auglýsingagerð og birtingar. Í stað aðkeyptrar ræstingar var starfsfólki IKEA greitt fyrir þrifin og var fjárfest í iðnaðarþvottavélum og þurrkurum í stað þess að notast við þvottahús.Ikea keypti dráttarvélar og tæki til að sinna bæði snjómokstri fyrir Kauptúnssvæðið á veturna og síðan allri garðvinnu og viðhaldi á sumrin til að spara eftir hrunið 2008.Vísir/VilhelmAllt þetta sparaði fyrirtækinu verulegar upphæðir en meira þurfti til því húsið var enn hálftómt og vantaði sárlega að auka gestafjöldann. Þórarinn sagði að eftir hrun þá þurfti fólk á Íslandi sannarlega að kaupa áfram mat og fatnað, en það gat mjög auðveldlega beðið með að endurnýja eldhúsið eða fá sér nýjan sófa. „Hafandi þann bakgrunn sem ég hef í mat, þá lá að mínu mati beinast við að reyna að nýta risastóran veitingastað IKEA til að ná fólki á staðinn,“ sagði Þórarinn.Gáfu börnum 500 þúsund matarskammta Í nóvember árið 2008 ákvað IKEA að bjóða börnum undir 12 ára aldri frítt að borða. Var það aðeins hugsað til eins mánaðar til að styðja barnafólk í miðju hruninu en á endanum stóð þetta yfir í ein sex ár og gaf fyrirtækið 500 þúsund matarskammt til barna á tímabilinu. Því var fylgt eftir með því að bjóða saltkjöt og baunir á túkall sem sló í gegn. „En það sem vakti athygli mína var að þar sem ég stóð við súpupottinn með ausu þá heyrði ég að margir höfðu orð á því hvað þetta væri í raun góður matur og að viðkomandi hafði ekki fengið þetta í langan tíma. Það vakti mig til umhugsunar um það hvort við værum mögulega að vanrækja þjóðlegan mat og hvort það væru þarna möguleg sóknarfæri,“ sagði Þórarinn.Ikea bauð upp á saltkjöt og baunir fyrir túkall eftir efnahagshrunið árið 2008 sem sló í gegn. Þórarinn velti þá fyrir sér hvort Íslendingar væru mögulega að vanrækja þjóðlegan mat og hvort þar væru mögulega sóknarfæri.Vísir/VilhelmInnfæddir leggja áherslu á þjóðlegar matarhefðir Hann benti á að hvert sem ferðast er þá leggja innfæddir áherslu á að kynna þjóðlegar matarhefðir. Í Japan er það sushi, croissant, ostar og baguette í Frakklandi, fondue í Sviss, snitzel í Þýskalandi, sænskar kjötbollur í Svíþjóð og vínarbrauð og flæskesteg í Danmörku. „Þetta gengur reyndar svo langt að vínarbrauð, sem eiga uppruna sinn eins og nafnið bendir til í Austurríki, er kallað Danish pastry eða bara Danish sannarstaðar í heiminum,“ sagði Þórarinn. Hann sagði þá sem hvað lengst væru komnir í þessu vera Bandaríkjamenn þar sem fylki og landshlutar eru með sína einkennisrétti. Nefndi hann KFC í suðurríkjunum, pizzu í miðríkjunum, taco í Nýju Mexíkó og nautasteik í Texas svo dæmi séu tekin. Íslendingar skammast sín fyrir matarhefðirnar Á Íslandi sé hins vegar boðið upp á nautasteik, taco, pizzu og kjúklingabita. „Hér á Íslandi leggjum við okkur fram um að skammast okkar fyrir matarhefðirnar og bjóðum upp á allt annað en það sem kynslóðirnar á undan gæddu sér á,“ sagði Þórarinn. Þegar hann hætti að vinna sem bakari fyrir 25 árum var allskonar varningur á boðstólum sem naut mikilla vinsælda en er nú horfinn. „Ég er þeirrar skoðunar að margt af þessu hafi verið látið víkja, ekki af því að það seldist ekki, heldur vegna þess að það þurfti að rýma fyrir nýjungum. Af hverju er ekki lengur hægt að fá gamaldags kringlur, eða normalbrauð?? Hver segir það að fólk hafi endilega viljað hætta að fá ástarpunga og kleinur, og skipta því góðgæti út fyrir Crispy Creme og Dunkin Donuts? Þjóð sem getur ekki haldið í og virt gamlar venjur er aum þjóð,“ sagði Þórarinn og bætti við að Íslendingar væru gjarnir á að bjóða útlendingum upp á kæsta hákarl, sem væri ekki líklegt til að auka hróður okkar.Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg vegna lækkaðs vöruverðs ytra.vísir/vilhelmSagði N1 leggja ofuráherslu á hamborgara Hann spurði hvernig það megi vera að fyrirtæki eins og N1, sem er með greiðasölur um allt land í túnfæti bænda, leggi ofuráherslu á hamborgara úr nautakjöti á sama tíma og það er skortur á nautakjöti á landinu og mikið af því innflutt. Þetta væri gert á kostnað þess að bjóða upp á úrval lambakjötsrétta. „Ég fullyrði að útlendingar eru yfirhöfuð ekki að koma til Íslands til að fá sér hamborgara. Ég fullyrði það líka að hamborgararnir eru ekki að auka hróður lands,“ sagði Þórarinn sem tók fram að hann vissi ekki hvort N1 notar innlent eða erlent nautakjöt í borgarana sína, það skipti hins vegar ekki máli. Skortur væri á nautakjöti á sama tíma og offramboð sé á lambakjöti. Hann sagði N1 og aðra líklega til að koma með sínar hefðbundnu úrtöluraddir, erfitt sé að elda lambakjöt, það sé dýrt að kaupa það og enginn vilji það. Þórarinn blés á þessi rök og sagði lítið mál að vera með foreldaða lambakjötsrétti í boði, sem kölluðu á mun minni tækjabúnað eða flækjustig en að steikja hamborgara og franskar.Vel hægt að selja útlendingum lambakjöt Hann sagði að síðustu ár hefði IKEA auglýst í tímaritum sem standa farþegum til boða í áætlunarferðum Icelandair og Wow air til Íslands. Frá því það var gert hefur orðið gríðarleg fjölgun á erlendum gestum í IKEA sem láta vel af þjóðlegu réttunum og sagði Þórarinn að það væri eitthvað einstaklega fallegt við að sjá hóp Kínverja, nýkomna frá Sjanghæ, troða sig út af hangikjöti. Þórarinn taldi sig hafa sýnt svo ekki verður um villst að það sé vel hægt að selja lambakjöt og hagnast á því, jafnt útlendingum sem Íslendingum. „Lambakjötið heldur sínu og rúmlega það í bullandi samkeppni við fjölda annarra rétta á matseðli IKEA,“ sagði Þórarinn. Hann taldi að hægt væri að selja mikið meira af lambakjöti, bæði til Íslendinga og útlendinga. „Í mínum huga á að selja lambakjöt sem alþýðumat og á alþýðuverði, en í dag er lambakjöt allt of fjarlægt hinum almenna neytanda,“ sagði Þórarinn en bætti við að húsgagnaverslun í Garðabæ gæti aldrei orðið sú brú sem þarf til að koma lambakjötinu almennilega á kortið.350 bændur mættu á funinn á Hellu í gær.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonBændur krefjist þess að stóru fyrirtækin vinni með þeim„Hvað með að þið bændur farið að sýna smá pung,“ sagði Þórarinn og benti bændum á að þeir ættu að krefjast þess að fyrirtæki sem eru í þeirra eigu, eins og Sláturfélag Suðurlands, vinni með þeim. „Krefjist þess að fyrirtæki sem lifa á því að þjónustu bændur, eins og N1, vinni með ykkur. Það er hneisa og þjóðarskömm að þessir aðilar geri ekki betur,“ sagði Þórarinn. Hann benti á að meðalfjöldi erlendra ferðamanna, sem eru staddir á landinu í júní, júlí og ágúst, sé vel yfir 100 þúsund á hverjum degi og er meðaldvöl þeirra 10 dagar. Það þýði að um 900 þúsund ferðamanna koma til landsins þessa þrjá mánuði og það geri 18 milljónir máltíða að lágmarki. EF horft er yfir árið í heild þá sé vel hægt að tvöfalda þessa tölu, eða yfir 40 til 45 milljónir máltíða, að mati Þórarins. Hann sagi að ef hægt yrði að fá 10 prósent gestanna til að prófa lamb og það væru að meðaltali 175 grömm í skammti, þá væri um að ræða fjórar milljónir máltíða, eða 700 til 750 tonn af lambakjöti. „Það er búist við að ferðamönnum fjölgi verulega á komandi árum og því hægt að leiða að því líkur að innan örfárra ára væri þetta magn búið að aukast sem því nemur. Ef við síðan gefum okkur það að ferðamanninum líki við lambið og fái sér 2 eða 3 máltíðir, þá erum við að tala um að öll umframframleiðsla og rúmlega það fari í þetta,“ sagði Þórarinn.Boðið var upp á lambahamborgara á fundinum í gær.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonPirrar hann mest að verið sé að glopra niður tækifærum Hann ítrekaði að hann væri einungis svefnsófasölumaður, eða með öðrum orðum leikmaður, en hefði þó 25 ára reynslu af stjórnunarstarfi í tveimur risastórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Hann þekki því vel inn á heilbrigð viðskipti og renni blóð til skyldunnar sem Íslendingi til að benda á hvað megi betur fara. „Það er í mínum huga kolrangt gefið í þessum leik og það sem pirrar mig kannski mest, það er verið að glopra niður ótrúlegum tækifærum fyrir land og þjóð,“ sagði Þórarinn sem bætti við að hann ætti engra persónulegra hagsmuna að gæta. Hann tæki N1 og Sláturfélag Suðurlands einungis sem dæmi því um er að ræða stór fyrirtæki á markaði og fókusinn þurfi að vera á þeim. Vill neyða stjóra stórfyrirtækja til að finna lausnir Þórarinn sagði að ef hann mætti öllu ráða þá myndi hann læsa Steinþór Skúlason forstjóra SS, Ágúst Torfa Hauksson framkvæmdastjóra Norðlenska, Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga og Eggert Kristófersson forstjóra N1 saman inni í litlu herbergi og ekki hleypa þeim út fyrr en þeir væru komnir með raunhæf plön fyrir að selja fjórar milljónir skammta af lambaréttum hið minnsta ári. Þá myndi Þórarinn hætta öllum útflutningi á lambi því honum finnst jafn rangt að flytja frosið kjöt frá Íslandi og það er að flytja frosið kjöt til Íslands. Hann vill nota næsta áratug í að skapa sterka matarhefð með lamb í forgrunni, þar sem ekki fer á milli mála hver þjóðarrétturinn er. „Á meðan ég ræð einhverju hjá IKEA þá er ég til í að stíga þennan dans með ykkur. Enda er mitt glas hálffullt, nú sem endranær,“ sagði Þórarinn.
IKEA Landbúnaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti "Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ 6. janúar 2018 20:50 Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Prófessor í lyfja- og eiturefnafræðum gagnrýnir harðlega auglýsingar sauðfjárbænda um erfðabreytt fóður. "Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafræði.“ 4. janúar 2018 08:00 Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt Sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var fenginn til að skoða umhverfi sauðfjárræktar á landinu. Segir eðlilegt að búum fækki og erfitt sé að byggja greinina upp að svo stórum hluta á útflutningi. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti "Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ 6. janúar 2018 20:50
Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Prófessor í lyfja- og eiturefnafræðum gagnrýnir harðlega auglýsingar sauðfjárbænda um erfðabreytt fóður. "Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafræði.“ 4. janúar 2018 08:00
Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt Sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var fenginn til að skoða umhverfi sauðfjárræktar á landinu. Segir eðlilegt að búum fækki og erfitt sé að byggja greinina upp að svo stórum hluta á útflutningi. 6. janúar 2018 07:00