Upplifun kvenna og innflytjenda 17. janúar 2018 20:46 Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar