Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. janúar 2018 09:00 Erna Mist burðaðist með skömm í nokkur ár vegna nektarmyndar af henni sem fór í dreifingu. Visir/Eyþór Stelpur og strákar verða að söluvarningi og það er býttað með nektarmyndir eins og safnspil,“ segir Erna Mist Pétursdóttir um þann veruleika sem ungmenni sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi búa við. Erna Mist fer með aðalhlutverk í nýrri leikinni stuttmynd um stafrænt kynferðisofbeldi: Myndin af mér. Mynd sem segir sögur nokkurra unglinga í framhaldsskóla sem hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi. Erna Mist er sjálf þolandi slíks ofbeldis.„Flott myndin af þér!“ „Ég leik Ylfu sem er nýnemi í menntaskóla og tengi sterkt við efni myndarinnar. Ég var í sjöunda bekk, um tólf ára gömul og skotin í strák. Ég mátti ekki vera úti seint um kvöld og þegar það var ekki hægt að hittast þá var talað saman á Skype. Strákurinn hvatti mig til að sýna á mér brjóstin. þetta var einhver tískubylgja á þessum tíma, að flassa á Skype. Af einhverjum ástæðum hvarflaði ekki að mér að biðja hann um að fara úr fötunum. Ég held að ég hafi ekki einu sinni áttað mig á því af hverju hann vildi mig úr að ofan. Æi, bara svona eitt af mörgu rugli sem ungu fólki dettur í hug!“ segir Erna Mist. „Ég vildi hins vegar ekki sýna brjóstin í fyrstu. Var tortryggin og sagði við hann: Nei, ég vil það ekki, þú tekur örugglega mynd. Hann neitaði því, sagðist alls ekki myndu gera það og hélt höndunum uppi frá lyklaborðinu til að sanna það fyrir mér. Ég fór úr bolnum. Svo var það mánuði síðar að vinur hans kemur upp að mér í Kringlunni og segir við mig: Flott myndin af þér!“Erna Mist í hlutverki Ylfu.Myndinni dreift á deilisíðu Erna Mist segist á því andartaki hafa vitað um hvað málið snerist. „Hugurinn fór beint í þetta atvik og ég fékk mitt fyrsta kvíðakast. Svo kom í ljós að þegar ég var að tala við þennan strák voru vinir hans með. Þeir voru þarna á bak við tölvuna. Þegar strákurinn lyfti upp höndum, þá voru þeir á lyklaborðinu og ýttu á „print screen“,“ segir Erna Mist og segir upplýsingarnar hafa vakið með sér óhug aðallega vegna ótta um að mamma og pabbi myndu frétta af þessu eða sjá myndina. „Þessari mynd var deilt á meðal vinanna og fór svo á netið á síðu þar sem var fullt af myndum af íslenskum stelpum, Chansluts held ég að hún hafi heitið. Ég talaði aldrei um þetta við neinn, skömmin var hreinlega of mikil,“ segir hún.#freethenipple byltingin hjálpaði Erna Mist opnaði ekki á þessa reynslu fyrr en fimm árum síðar í #freethenipple byltingunni. „Þá gerðist það að þungu fargi var af mér létt. Ég vissi ekki í fyrstu af hverju það var en svo áttaði ég mig. Ég hafði borið innra með mér þungt og skammarlegt leyndarmál sem var það ekki lengur. Og ég var ekki ein. Mér fannst gott að heyra allar þessar fjölmörgu reynslusögur stelpna og kvenna um hlutgervingu og tilfinningu þeirra um að hafa alla sína ævi þurft að burðast með einhverja fáránlega skömm yfir því að vera með brjóst. Það greiddist bara úr þessari flækju hjá mér í miðri þessari byltingu, eins og hjá svo mörgum,“ segir hún.Helstu leikarar í myndinni, frá vinstri: Erna Mist, Magnús Thorlacius, Magnús E. Halldórsson, Erna Kanema Mashinkila og Þuríður Birna Björnsdóttir Debes. Býttuðu myndum Erna Mist segir að það trufli hana hversu algengt stafrænt kynferðisofbeldi er á meðal jafnaldra hennar. „Margar vinkvenna minna hafa lent í þessu og nokkrir strákar líka. Ég man eftir því að þegar við vorum í grunnskóla var algengt að krakkar væru með möppur í símanum sínum með nektarmyndum af stelpum og strákum. Þessum myndum flettu þeir saman í frímínútum. Myndirnar voru grandskoðaðar og þeim býttað eins og safnkortum. Bara eins og Pokemon-spjöldum eða einhverju slíku. Sumar nektarmyndirnar þóttu verðmætari en aðrar. Einhverjar sjaldgæfar og eftirsóttar. Hinar drasl. Þessi hlutgerving er svakaleg og á því miður þátt í að móta sjálfsmynd ungmenna. Í dag held ég að mest fari fram á Snapchat þar sem fólk sendir nektarmyndir sín á milli. Allt í góðu með það en svo gerist eitthvað og traustið er brotið með því að setja myndefnið á netið,“ segir hún. Sex ungir leikarar fara með aðalhlutverkin. Erna Mist segir fleiri leikara myndarinnar hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi á eigin raun. „Mér finnst ég hafa verið heppin. Enginn sem ég þekkti komst yfir myndina, að mér vitandi. Strákurinn var í öðrum skóla í öðru hverfi og myndinni var dreift mest í kringum hann og vini hans. Ég veit þó að á þessari vefsíðu þóttist einhver eiga fleiri myndir af mér. Fyrir þá sem lenda í því að það er meiðandi myndefni af þeim á þessum síðum er þetta kúgun og niðurlæging. Þeir sem dreifa myndefninu hafa vald yfir fólki. Um það snýst þetta og þess vegna er þetta kynferðisofbeldi,“ segir Erna Mist og minnist nokkurra þolenda frá skólagöngu sinni.Beittur fjárkúgunum í menntaskóla vegna nektarmynda „Það kom inn ný stelpa á unglingastig innan skólans. Strákarnir voru með nektarmynd af henni. Hún lenti strax í einelti út af því, var kúguð með myndinni og varð fyrir stöðugum hótunum. Áhrifin sem ofbeldið hafði á þessa stúlku voru svakaleg. Strákarnir og nokkrar stelpur líka sem tóku þátt í eineltinu höfðu algjört vald yfir henni. Hún varð undirgefin og tók á einhvern skrýtinn hátt þátt í leiknum, hló alltaf með. Þá kom upp alvarlegt tilfelli í menntaskólanum. Þá var það strákur sem varð fyrir ofbeldinu. Það láku nektarmyndir af honum á netið. Í kjölfarið var hann beittur fjárkúgunum vegna fleiri nektarmynda sem annar strákur var með í sínum fórum. Sá hinn sami hótaði honum að hann myndi birta þær ef hann borgaði honum ekki. Sem betur fer fékk þessi strákur einhverja aðstoð,“ segir Erna Mist og segir í raun alveg sama hversu ofbeldið er alvarlegt. „Það er alltaf flókið og erfitt. Það er alltaf þessi niðurlæging og kúgun sem er til staðar.“Hér má sjá persónuna Ylfu þegar hún kemst að því að það er verið að auglýsa eftir nektarmyndum af henni ?á netinu.Símaskjárinn og sjálfsmyndin En hver er leiðin að hennar mati? Er hægt að vinna bug á þessum alvarlega vanda? „Í myndinni er lögð mikil áhersla á að fræða. Kynna vandamálið til sögunnar og varpa ljósi á það. En ekki að skamma og predika. Ég held að einhver hluti lausnarinnar felist í opinskárri umræðu og fræðslu og því að skila skömminni. Gera út af við hana. Í myndinni fylgjumst við með sex einstaklingum sem tengjast innbyrðis. Þetta eru ólíkir einstaklingar og við fylgjumst með þeim í þeirra hversdegi. Í skólanum, partíi og heima hjá sér. Og við fylgjumst líka með samskiptum þeirra í símanum og á samfélagsmiðlum. Það sem gerist á símaskjánum er stór hluti af lífi ungs fólks og sjálfsmynd þess.“ Myndin verður sýnd í fjórum hlutum dagana 16. til 19. janúar á Facebook-síðu Vodafone. Höfundar myndarinnar eru Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir. Þær gerðu áður fræðslumyndirnar Fáðu já og Stattu með þér. Erna Mist er af japönskum uppruna, afi hennar Nobuyasu Yamagata er þekktur myndlistarmaður. Fréttablaðið/EyþórAf japönskum ættum Þrátt fyrir ungan aldur er Erna Mist einbeittur listamaður. Hún skrifaði undir sinn fyrsta bókasamning sextán ára gömul og gaf ári seinna út teiknimyndabókina Fáfræði. Á námsárum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð keppti hún tvisvar í Söngvakeppni Sjónvarpsins, hélt þrjár einkasýningar á málverkum og á síðasta ári sínu í skólanum skrifaði hún leikritið Korter yfir þrjú sem hún færði á fjalir Nýja sviðsins í Borgarleikhúsinu í tengslum við verkefnið Ungleik. Nú hefur leiklistin fangað hana. „Ég hef þrætt mig í gegnum flest listform. Leikhúsið er ákveðin endastöð og byrjunarstöð þar sem leikhúsið inniheldur þau öll. Leiklistin ýtir jafnframt undir þau öll og því stefni ég á leiklistarnám.“ Hún er af japönskum ættum. Afi hennar, Nobuyasu Yamagata myndlistarmaður, flutti hingað til lands frá Okinawa-eyjum fyrir meira en aldarfjórðungi. Okinawa er meðal minnstu og fátækustu héraða Japanshafs. Hrikalegt mannfall varð á eyjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Lífskjör íbúa á eyjunum voru erfið og hafa verið erfið síðan og margir flutt þaðan. „Afi tekur myndlist alvarlega og var duglegur að ota að mér skissupappír og litum,“ segir Erna Mist. „Myndlistaráhuginn er ríkur í fjölskyldunni. Pabbi, Pétur Yamagata, er teiknari og teiknar myndasögur. Ég geri bæði, mála og teikna sögur,“ segir Erna Mist. Móðir hennar, Guðbjörg Magnúsdóttir, starfar sem fjármálastjóri og Erna Mist segist hljóta að hafa dugnaðinn frá henni. „Ég veit ekki hvað drífur mig áfram, kannski ótti við að deyja. Rík þörf fyrir að upplifa. Ég vil prófa allt sem er í boði.“ Erna Mist er forvitin um uppruna afa síns. „Ég hef ekki komið til Japans ennþá en stefni á að fara þangað. Ég er heilluð af einu atriði sem tengist uppruna mínum. Á Okinawa, í einu einasta stöðuvatni, er að finna lífveru sem kallast kúluskítur, lífvera sem er eins og mjúk mosakúla. Þessi lífvera finnst aðeins á einum öðrum stað í heiminum. Hér á Íslandi, í Mývatni. Þessi staðreynd finnst mér alveg hreint mögnuð. Ég myndi fá mér einn kúluskít til að eiga ef þeir væru ekki alfriðaðir.“Myndin af mér*Myndin af mér er hálftíma leikin stuttmynd um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir sögur nokkurra unglinga í framhaldsskóla sem öll hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi með einum eða öðrum hætti og sýnir áhrifin sem það hefur á líf þeirra.*Myndin er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Brynhildi Björnsdóttur en þær gerðu áður fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér um kynlíf og kynferðisofbeldi. *Höfundar sækja að þessu sinni meðal annars í smiðju Skam þáttanna. Því verður myndinni skipt í fjóra hluta og einn hluti frumsýndur á Facebook síðu Vodafone daglega dagana 16.-19. janúar þegar myndin fer á vefinn í heild sinni. Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Stelpur og strákar verða að söluvarningi og það er býttað með nektarmyndir eins og safnspil,“ segir Erna Mist Pétursdóttir um þann veruleika sem ungmenni sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi búa við. Erna Mist fer með aðalhlutverk í nýrri leikinni stuttmynd um stafrænt kynferðisofbeldi: Myndin af mér. Mynd sem segir sögur nokkurra unglinga í framhaldsskóla sem hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi. Erna Mist er sjálf þolandi slíks ofbeldis.„Flott myndin af þér!“ „Ég leik Ylfu sem er nýnemi í menntaskóla og tengi sterkt við efni myndarinnar. Ég var í sjöunda bekk, um tólf ára gömul og skotin í strák. Ég mátti ekki vera úti seint um kvöld og þegar það var ekki hægt að hittast þá var talað saman á Skype. Strákurinn hvatti mig til að sýna á mér brjóstin. þetta var einhver tískubylgja á þessum tíma, að flassa á Skype. Af einhverjum ástæðum hvarflaði ekki að mér að biðja hann um að fara úr fötunum. Ég held að ég hafi ekki einu sinni áttað mig á því af hverju hann vildi mig úr að ofan. Æi, bara svona eitt af mörgu rugli sem ungu fólki dettur í hug!“ segir Erna Mist. „Ég vildi hins vegar ekki sýna brjóstin í fyrstu. Var tortryggin og sagði við hann: Nei, ég vil það ekki, þú tekur örugglega mynd. Hann neitaði því, sagðist alls ekki myndu gera það og hélt höndunum uppi frá lyklaborðinu til að sanna það fyrir mér. Ég fór úr bolnum. Svo var það mánuði síðar að vinur hans kemur upp að mér í Kringlunni og segir við mig: Flott myndin af þér!“Erna Mist í hlutverki Ylfu.Myndinni dreift á deilisíðu Erna Mist segist á því andartaki hafa vitað um hvað málið snerist. „Hugurinn fór beint í þetta atvik og ég fékk mitt fyrsta kvíðakast. Svo kom í ljós að þegar ég var að tala við þennan strák voru vinir hans með. Þeir voru þarna á bak við tölvuna. Þegar strákurinn lyfti upp höndum, þá voru þeir á lyklaborðinu og ýttu á „print screen“,“ segir Erna Mist og segir upplýsingarnar hafa vakið með sér óhug aðallega vegna ótta um að mamma og pabbi myndu frétta af þessu eða sjá myndina. „Þessari mynd var deilt á meðal vinanna og fór svo á netið á síðu þar sem var fullt af myndum af íslenskum stelpum, Chansluts held ég að hún hafi heitið. Ég talaði aldrei um þetta við neinn, skömmin var hreinlega of mikil,“ segir hún.#freethenipple byltingin hjálpaði Erna Mist opnaði ekki á þessa reynslu fyrr en fimm árum síðar í #freethenipple byltingunni. „Þá gerðist það að þungu fargi var af mér létt. Ég vissi ekki í fyrstu af hverju það var en svo áttaði ég mig. Ég hafði borið innra með mér þungt og skammarlegt leyndarmál sem var það ekki lengur. Og ég var ekki ein. Mér fannst gott að heyra allar þessar fjölmörgu reynslusögur stelpna og kvenna um hlutgervingu og tilfinningu þeirra um að hafa alla sína ævi þurft að burðast með einhverja fáránlega skömm yfir því að vera með brjóst. Það greiddist bara úr þessari flækju hjá mér í miðri þessari byltingu, eins og hjá svo mörgum,“ segir hún.Helstu leikarar í myndinni, frá vinstri: Erna Mist, Magnús Thorlacius, Magnús E. Halldórsson, Erna Kanema Mashinkila og Þuríður Birna Björnsdóttir Debes. Býttuðu myndum Erna Mist segir að það trufli hana hversu algengt stafrænt kynferðisofbeldi er á meðal jafnaldra hennar. „Margar vinkvenna minna hafa lent í þessu og nokkrir strákar líka. Ég man eftir því að þegar við vorum í grunnskóla var algengt að krakkar væru með möppur í símanum sínum með nektarmyndum af stelpum og strákum. Þessum myndum flettu þeir saman í frímínútum. Myndirnar voru grandskoðaðar og þeim býttað eins og safnkortum. Bara eins og Pokemon-spjöldum eða einhverju slíku. Sumar nektarmyndirnar þóttu verðmætari en aðrar. Einhverjar sjaldgæfar og eftirsóttar. Hinar drasl. Þessi hlutgerving er svakaleg og á því miður þátt í að móta sjálfsmynd ungmenna. Í dag held ég að mest fari fram á Snapchat þar sem fólk sendir nektarmyndir sín á milli. Allt í góðu með það en svo gerist eitthvað og traustið er brotið með því að setja myndefnið á netið,“ segir hún. Sex ungir leikarar fara með aðalhlutverkin. Erna Mist segir fleiri leikara myndarinnar hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi á eigin raun. „Mér finnst ég hafa verið heppin. Enginn sem ég þekkti komst yfir myndina, að mér vitandi. Strákurinn var í öðrum skóla í öðru hverfi og myndinni var dreift mest í kringum hann og vini hans. Ég veit þó að á þessari vefsíðu þóttist einhver eiga fleiri myndir af mér. Fyrir þá sem lenda í því að það er meiðandi myndefni af þeim á þessum síðum er þetta kúgun og niðurlæging. Þeir sem dreifa myndefninu hafa vald yfir fólki. Um það snýst þetta og þess vegna er þetta kynferðisofbeldi,“ segir Erna Mist og minnist nokkurra þolenda frá skólagöngu sinni.Beittur fjárkúgunum í menntaskóla vegna nektarmynda „Það kom inn ný stelpa á unglingastig innan skólans. Strákarnir voru með nektarmynd af henni. Hún lenti strax í einelti út af því, var kúguð með myndinni og varð fyrir stöðugum hótunum. Áhrifin sem ofbeldið hafði á þessa stúlku voru svakaleg. Strákarnir og nokkrar stelpur líka sem tóku þátt í eineltinu höfðu algjört vald yfir henni. Hún varð undirgefin og tók á einhvern skrýtinn hátt þátt í leiknum, hló alltaf með. Þá kom upp alvarlegt tilfelli í menntaskólanum. Þá var það strákur sem varð fyrir ofbeldinu. Það láku nektarmyndir af honum á netið. Í kjölfarið var hann beittur fjárkúgunum vegna fleiri nektarmynda sem annar strákur var með í sínum fórum. Sá hinn sami hótaði honum að hann myndi birta þær ef hann borgaði honum ekki. Sem betur fer fékk þessi strákur einhverja aðstoð,“ segir Erna Mist og segir í raun alveg sama hversu ofbeldið er alvarlegt. „Það er alltaf flókið og erfitt. Það er alltaf þessi niðurlæging og kúgun sem er til staðar.“Hér má sjá persónuna Ylfu þegar hún kemst að því að það er verið að auglýsa eftir nektarmyndum af henni ?á netinu.Símaskjárinn og sjálfsmyndin En hver er leiðin að hennar mati? Er hægt að vinna bug á þessum alvarlega vanda? „Í myndinni er lögð mikil áhersla á að fræða. Kynna vandamálið til sögunnar og varpa ljósi á það. En ekki að skamma og predika. Ég held að einhver hluti lausnarinnar felist í opinskárri umræðu og fræðslu og því að skila skömminni. Gera út af við hana. Í myndinni fylgjumst við með sex einstaklingum sem tengjast innbyrðis. Þetta eru ólíkir einstaklingar og við fylgjumst með þeim í þeirra hversdegi. Í skólanum, partíi og heima hjá sér. Og við fylgjumst líka með samskiptum þeirra í símanum og á samfélagsmiðlum. Það sem gerist á símaskjánum er stór hluti af lífi ungs fólks og sjálfsmynd þess.“ Myndin verður sýnd í fjórum hlutum dagana 16. til 19. janúar á Facebook-síðu Vodafone. Höfundar myndarinnar eru Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir. Þær gerðu áður fræðslumyndirnar Fáðu já og Stattu með þér. Erna Mist er af japönskum uppruna, afi hennar Nobuyasu Yamagata er þekktur myndlistarmaður. Fréttablaðið/EyþórAf japönskum ættum Þrátt fyrir ungan aldur er Erna Mist einbeittur listamaður. Hún skrifaði undir sinn fyrsta bókasamning sextán ára gömul og gaf ári seinna út teiknimyndabókina Fáfræði. Á námsárum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð keppti hún tvisvar í Söngvakeppni Sjónvarpsins, hélt þrjár einkasýningar á málverkum og á síðasta ári sínu í skólanum skrifaði hún leikritið Korter yfir þrjú sem hún færði á fjalir Nýja sviðsins í Borgarleikhúsinu í tengslum við verkefnið Ungleik. Nú hefur leiklistin fangað hana. „Ég hef þrætt mig í gegnum flest listform. Leikhúsið er ákveðin endastöð og byrjunarstöð þar sem leikhúsið inniheldur þau öll. Leiklistin ýtir jafnframt undir þau öll og því stefni ég á leiklistarnám.“ Hún er af japönskum ættum. Afi hennar, Nobuyasu Yamagata myndlistarmaður, flutti hingað til lands frá Okinawa-eyjum fyrir meira en aldarfjórðungi. Okinawa er meðal minnstu og fátækustu héraða Japanshafs. Hrikalegt mannfall varð á eyjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Lífskjör íbúa á eyjunum voru erfið og hafa verið erfið síðan og margir flutt þaðan. „Afi tekur myndlist alvarlega og var duglegur að ota að mér skissupappír og litum,“ segir Erna Mist. „Myndlistaráhuginn er ríkur í fjölskyldunni. Pabbi, Pétur Yamagata, er teiknari og teiknar myndasögur. Ég geri bæði, mála og teikna sögur,“ segir Erna Mist. Móðir hennar, Guðbjörg Magnúsdóttir, starfar sem fjármálastjóri og Erna Mist segist hljóta að hafa dugnaðinn frá henni. „Ég veit ekki hvað drífur mig áfram, kannski ótti við að deyja. Rík þörf fyrir að upplifa. Ég vil prófa allt sem er í boði.“ Erna Mist er forvitin um uppruna afa síns. „Ég hef ekki komið til Japans ennþá en stefni á að fara þangað. Ég er heilluð af einu atriði sem tengist uppruna mínum. Á Okinawa, í einu einasta stöðuvatni, er að finna lífveru sem kallast kúluskítur, lífvera sem er eins og mjúk mosakúla. Þessi lífvera finnst aðeins á einum öðrum stað í heiminum. Hér á Íslandi, í Mývatni. Þessi staðreynd finnst mér alveg hreint mögnuð. Ég myndi fá mér einn kúluskít til að eiga ef þeir væru ekki alfriðaðir.“Myndin af mér*Myndin af mér er hálftíma leikin stuttmynd um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir sögur nokkurra unglinga í framhaldsskóla sem öll hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi með einum eða öðrum hætti og sýnir áhrifin sem það hefur á líf þeirra.*Myndin er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Brynhildi Björnsdóttur en þær gerðu áður fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér um kynlíf og kynferðisofbeldi. *Höfundar sækja að þessu sinni meðal annars í smiðju Skam þáttanna. Því verður myndinni skipt í fjóra hluta og einn hluti frumsýndur á Facebook síðu Vodafone daglega dagana 16.-19. janúar þegar myndin fer á vefinn í heild sinni.
Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira