Tilkynning frá vitamálastjóra, engin tilkynning frá vitamálastjóra í dag Kári Stefánsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Opið bréf til forsætisráðherra Katrín, ég er enn þeirrar skoðunar að útkoman úr alþingiskosningunum í haust hafi verið á þá lund að það væri í mestu samræmi við hugmyndir um lýðræði að úr yrði ríkisstjórn sem teygði sig jafnt til hægri sem vinstri. Slík ríkisstjórn er ekki endilega í miklu samræmi við stjórnmálaskoðanir mínar, né er það ríkisstjórn sem ég hefði valið ef mér væri sama um lýðræðið og hefði vald til valsins. Nú fengum við þess konar ríkisstjórn, sitjum uppi með Vinstri græna, Framsókn og Sjálfstæðisflokk í Stjórnarráðinu. Það hefði verið í meira samræmi við lýðræðisspekúlasjónirnar að forsætisráðherra hefði verið úr Framsóknarflokknum, en þú, Katrín Jakobsdóttir úr Vinstri grænum, ferð hins vegar fyrir hópnum sem staðsetur veruleikann nær draumsýn minni en lýðræðinu. Það sem er hættulegast við drauma er að stundum rætast þeir og þá endar maður gjarnan á því að spyrja sjálfan sig: Hvað í ósköpunum var ég að hugsa? Ég hafði reiknað með því að þú yrðir málsvari þeirra sem minnst mega sín í íslensku samfélagi og þess vegna gladdist ég yfir því að þú varðst forsætisráðherra. Ég er líka viss um að þú vildir verða málsvari þeirra sem minnst mega sín. En nú er ég farinn að velta því fyrir mér hvort það sé komin ástæða fyrir mig til þess að spyrja hvers vegna, og kannski þú sért farin að velta því fyrir þér líka. Það fyrsta sem heyrðist frá þér eftir að þú tókst við embætti var að það ætti að fella niður virðisaukaskatt af bókum og tónlist. Þeir sem minnst mega sín í íslensku samfélagi kaupa hvorki bækur né tónlist. Í þeirra augum lítur þetta sjálfsagt svipað út og þegar Dagur lét mála myndir eftir Erró á blokkir uppi í Efra-Breiðholti. Þetta er greiði við menn eins og mig. Þetta er greiði við mennta- og listaelítuna. Þetta er greiði við fólk sem er með annan smekk og aðrar þarfir en þeir sem minnst mega sín. Ég er persónulega feginn því að hlúð sé að bókmenntum og tónlist með því að fella niður virðisaukaskatt á afurðir þeirra og ég er hrifinn af Erró. En þetta hefur ekkert með þá að gera sem minnst mega sín í samfélaginu. Þeir hefðu fagnað niðurfellingu á virðisaukaskatti á mjólk og fiski þannig að þeir hefðu efni á því að fæða börn sín á öðru en pitsum og hamborgurum. Það næsta sem heyrðist frá þér var af fundi um umhverfismál í Kaupmannahöfn þar sem þú hést því að við Íslendingar myndum ná utan um kolefnisvandann löngu á undan nágrönnum okkar. Ég er montinn af því háleita markmiði sem þú setur okkur. Kolefnisvandinn vegur hins vegar að möguleikum mannsins til þess að lifa á þessum hnetti í framtíð sem er þó nokkuð í burtu frá okkur. Þeir sem minnst mega sín í okkar samfélagi eru að berjast við að framfleyta sér út mánuðinn. Svo komu fjárlögin þar sem átta hundrað milljónum var bætt við Háskóla Íslands en engin vísbending um að það eigi að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum landsins. Ég er býsna ánægður með að stuðningurinn við Háskólann sé aukinn en hann er sá skóli þar sem hlutfall afkvæma þeirra sem vel standa í íslensku samfélagi er hæst og þeirra sem verst standa er lægst. Leikskólar og grunnskólar eru þeir staðir í skólakerfinu þar sem hægt væri að leggja mikið af mörkum til þess að jafna þau tækifæri sem börn hafa án tillits til fjölskylduaðstæðna. Það búa í það minnsta 6.000 börn á Íslandi undir fátæktarmörkum og það væri gleðilegt ef við hefðum það á tilfinningunni að það væri efst á forgangslista formanns Vinstri grænna að vinna að því að þau fái betri tækifæri í lífinu en bíða þeirra núna. Mér hafa alltaf fundist skrýtnar röksemdirnar fyrir því að ég, auðkýfingurinn, borgi miklu minni skatt af tekjum sem ég hef af eignum mínum en konurnar sem þrífa skrifstofuna mína borga af tekjum sem þær afla í sveita síns andlits. Með fjárlögunum var fjármagnstekjuskattur hækkaður úr 20% upp í 22%. Það eru góðar fréttir í mín eyru að fjármagnstekjuskattur sé hækkaður en tvö prósent eru einhvers staðar milli þess að vera skammarlega og hlægilega lítið. Þegar ég sá þetta var það fyrsta sem mér datt í hug að þarna hefðir þú, Katrín, látið í minni pokann fyrir félögum þínum í samsteypustjórn og það er í eðli samsteypustjórnar af þeirri gerð sem ég hafði vonast eftir og við höfum í dag að stundum láti menn í minni pokann þegar þeir berjast fyrir góðum málum. En svo kom nýársávarpið þitt sem var býsna gott fyrir utan þessa vesaldarlegu yfirlýsingu sem bendir til þess að þú hafir glatað einhverjum hluta af eðlilegri jarðtengingu: „Þegar glímt er við ójöfnuð er mikilvægt að líta til þess hvar ójöfnuðurinn er mestur en á Íslandi er það í eignatekjum. Þess vegna er hækkun fjármagnstekjuskatts sem samþykkt var nú fyrir áramót leið til að gera skattbyrðina réttlátari og auka jöfnuð.“ Tvö prósentin eru langt innan skekkjumarka í áætlun tekna af fjármagnstekjuskatti og leggja því ekkert af mörkum til þess að gera byrðina réttlátari í áætlunum fyrir 2018. Ef þessi yfirlýsing hefði komið frá vitamálastjóra í stað forsætisráðherra hefði hún hljómað svona: Tilkynning frá vitamálstjóra, engin tilkynning frá vitamálastjóra í dag. Það kórónaði svo klaufaskapinn í þér þegar þú settir á laggirnar í síðustu viku vinnuhóp til þess að stuðla að trausti í stjórnmálum. Það bendir til þess að þú hafir ekki bara glatað jarðtengingu heldur tengingu við Vetrarbrautina alla. Þjóðin kaus sér fyrir skömmu hóp sem hún vonast til þess að auki traust hennar á stjórnmálum. Sá hópur heitir Alþingi. Enginn annar hópur er þess umkominn að hafa áhrif á afstöðu þjóðarinnar til stjórnmálanna. Það er greinilega erfitt starf og flókið að vera forsætisráðherra og enn erfiðara að vera forsætisráðherra og maður sjálfur á sama augnablikinu. Katrín, ég er einn af aðdáendum þínum og ef það var einhver vafi á því í mínum huga hvarf hann þegar þú rúllaðir mér upp á málþingi SÁÁ í sumar eins og notaðri, gólftusku, illa lyktandi. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að þú vilt vera málsvari lítilmagnans og vilt hlúa að honum, en á þessum fyrstu vikum þínum sem forsætisráðherra hefurðu hvorki verið né gert þetta. Hvernig skyldi standa á því? Það reynist ykkur stjórnmálamönnum gjarnan auðveldara að þjóna þeim sem kjósa ykkur heldur en þeim sem þurfa raunverulega á ykkur að halda. Kjósendur Vinstri grænna eru menntaelítan í landinu og menntaelítan eins og peningaelítan er gráðug og tekur til sín það sem ætti að tilheyra öðrum. Það er ekki nóg að vera Vinstri grænn og segjast vilja hlúa að þeim sem minna mega sín og hlúa svo bara að öðrum sem segjast vilja hlúa að þeim sem minna mega sín en gera það ekki. Ég sagði að það hlyti að vera erfitt að vera forsætisráðherra og maður sjálfur á sama augnablikinu. En allt er hægt. Á gamlárskvöld kom stór hópur afkomenda í heimsókn til okkar Völu og þar á meðal önnur Katrín, sonardóttir okkar þrettán ára. Hún þykir lágvaxin í okkar fjölskyldu og nett, undir fjörutíu kíló að þyngd. Hún kom inn á skrifstofuna mína og sá þar fyrir tvær kúabjöllur, hvor um sig þrjátíu og tvö kíló og beygði sig niður og tók þær upp eins og þær væru helíumblöðrur. Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins styrk í svo litlum líkama. Hún er fimleikakona og æfir mikið. Þar sem ég horfði á hana datt mér hug að kannski væri eina bótin sem vantaði í íslenska stjórnarskrá ákvæði um að sá sem vildi vera forsætisráðherra lýðveldisins yrði að æfa fimleika í Gróttu tuttugu og fjóra tíma í viku. Það ætti að duga. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Katrín, ég er enn þeirrar skoðunar að útkoman úr alþingiskosningunum í haust hafi verið á þá lund að það væri í mestu samræmi við hugmyndir um lýðræði að úr yrði ríkisstjórn sem teygði sig jafnt til hægri sem vinstri. Slík ríkisstjórn er ekki endilega í miklu samræmi við stjórnmálaskoðanir mínar, né er það ríkisstjórn sem ég hefði valið ef mér væri sama um lýðræðið og hefði vald til valsins. Nú fengum við þess konar ríkisstjórn, sitjum uppi með Vinstri græna, Framsókn og Sjálfstæðisflokk í Stjórnarráðinu. Það hefði verið í meira samræmi við lýðræðisspekúlasjónirnar að forsætisráðherra hefði verið úr Framsóknarflokknum, en þú, Katrín Jakobsdóttir úr Vinstri grænum, ferð hins vegar fyrir hópnum sem staðsetur veruleikann nær draumsýn minni en lýðræðinu. Það sem er hættulegast við drauma er að stundum rætast þeir og þá endar maður gjarnan á því að spyrja sjálfan sig: Hvað í ósköpunum var ég að hugsa? Ég hafði reiknað með því að þú yrðir málsvari þeirra sem minnst mega sín í íslensku samfélagi og þess vegna gladdist ég yfir því að þú varðst forsætisráðherra. Ég er líka viss um að þú vildir verða málsvari þeirra sem minnst mega sín. En nú er ég farinn að velta því fyrir mér hvort það sé komin ástæða fyrir mig til þess að spyrja hvers vegna, og kannski þú sért farin að velta því fyrir þér líka. Það fyrsta sem heyrðist frá þér eftir að þú tókst við embætti var að það ætti að fella niður virðisaukaskatt af bókum og tónlist. Þeir sem minnst mega sín í íslensku samfélagi kaupa hvorki bækur né tónlist. Í þeirra augum lítur þetta sjálfsagt svipað út og þegar Dagur lét mála myndir eftir Erró á blokkir uppi í Efra-Breiðholti. Þetta er greiði við menn eins og mig. Þetta er greiði við mennta- og listaelítuna. Þetta er greiði við fólk sem er með annan smekk og aðrar þarfir en þeir sem minnst mega sín. Ég er persónulega feginn því að hlúð sé að bókmenntum og tónlist með því að fella niður virðisaukaskatt á afurðir þeirra og ég er hrifinn af Erró. En þetta hefur ekkert með þá að gera sem minnst mega sín í samfélaginu. Þeir hefðu fagnað niðurfellingu á virðisaukaskatti á mjólk og fiski þannig að þeir hefðu efni á því að fæða börn sín á öðru en pitsum og hamborgurum. Það næsta sem heyrðist frá þér var af fundi um umhverfismál í Kaupmannahöfn þar sem þú hést því að við Íslendingar myndum ná utan um kolefnisvandann löngu á undan nágrönnum okkar. Ég er montinn af því háleita markmiði sem þú setur okkur. Kolefnisvandinn vegur hins vegar að möguleikum mannsins til þess að lifa á þessum hnetti í framtíð sem er þó nokkuð í burtu frá okkur. Þeir sem minnst mega sín í okkar samfélagi eru að berjast við að framfleyta sér út mánuðinn. Svo komu fjárlögin þar sem átta hundrað milljónum var bætt við Háskóla Íslands en engin vísbending um að það eigi að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum landsins. Ég er býsna ánægður með að stuðningurinn við Háskólann sé aukinn en hann er sá skóli þar sem hlutfall afkvæma þeirra sem vel standa í íslensku samfélagi er hæst og þeirra sem verst standa er lægst. Leikskólar og grunnskólar eru þeir staðir í skólakerfinu þar sem hægt væri að leggja mikið af mörkum til þess að jafna þau tækifæri sem börn hafa án tillits til fjölskylduaðstæðna. Það búa í það minnsta 6.000 börn á Íslandi undir fátæktarmörkum og það væri gleðilegt ef við hefðum það á tilfinningunni að það væri efst á forgangslista formanns Vinstri grænna að vinna að því að þau fái betri tækifæri í lífinu en bíða þeirra núna. Mér hafa alltaf fundist skrýtnar röksemdirnar fyrir því að ég, auðkýfingurinn, borgi miklu minni skatt af tekjum sem ég hef af eignum mínum en konurnar sem þrífa skrifstofuna mína borga af tekjum sem þær afla í sveita síns andlits. Með fjárlögunum var fjármagnstekjuskattur hækkaður úr 20% upp í 22%. Það eru góðar fréttir í mín eyru að fjármagnstekjuskattur sé hækkaður en tvö prósent eru einhvers staðar milli þess að vera skammarlega og hlægilega lítið. Þegar ég sá þetta var það fyrsta sem mér datt í hug að þarna hefðir þú, Katrín, látið í minni pokann fyrir félögum þínum í samsteypustjórn og það er í eðli samsteypustjórnar af þeirri gerð sem ég hafði vonast eftir og við höfum í dag að stundum láti menn í minni pokann þegar þeir berjast fyrir góðum málum. En svo kom nýársávarpið þitt sem var býsna gott fyrir utan þessa vesaldarlegu yfirlýsingu sem bendir til þess að þú hafir glatað einhverjum hluta af eðlilegri jarðtengingu: „Þegar glímt er við ójöfnuð er mikilvægt að líta til þess hvar ójöfnuðurinn er mestur en á Íslandi er það í eignatekjum. Þess vegna er hækkun fjármagnstekjuskatts sem samþykkt var nú fyrir áramót leið til að gera skattbyrðina réttlátari og auka jöfnuð.“ Tvö prósentin eru langt innan skekkjumarka í áætlun tekna af fjármagnstekjuskatti og leggja því ekkert af mörkum til þess að gera byrðina réttlátari í áætlunum fyrir 2018. Ef þessi yfirlýsing hefði komið frá vitamálastjóra í stað forsætisráðherra hefði hún hljómað svona: Tilkynning frá vitamálstjóra, engin tilkynning frá vitamálastjóra í dag. Það kórónaði svo klaufaskapinn í þér þegar þú settir á laggirnar í síðustu viku vinnuhóp til þess að stuðla að trausti í stjórnmálum. Það bendir til þess að þú hafir ekki bara glatað jarðtengingu heldur tengingu við Vetrarbrautina alla. Þjóðin kaus sér fyrir skömmu hóp sem hún vonast til þess að auki traust hennar á stjórnmálum. Sá hópur heitir Alþingi. Enginn annar hópur er þess umkominn að hafa áhrif á afstöðu þjóðarinnar til stjórnmálanna. Það er greinilega erfitt starf og flókið að vera forsætisráðherra og enn erfiðara að vera forsætisráðherra og maður sjálfur á sama augnablikinu. Katrín, ég er einn af aðdáendum þínum og ef það var einhver vafi á því í mínum huga hvarf hann þegar þú rúllaðir mér upp á málþingi SÁÁ í sumar eins og notaðri, gólftusku, illa lyktandi. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að þú vilt vera málsvari lítilmagnans og vilt hlúa að honum, en á þessum fyrstu vikum þínum sem forsætisráðherra hefurðu hvorki verið né gert þetta. Hvernig skyldi standa á því? Það reynist ykkur stjórnmálamönnum gjarnan auðveldara að þjóna þeim sem kjósa ykkur heldur en þeim sem þurfa raunverulega á ykkur að halda. Kjósendur Vinstri grænna eru menntaelítan í landinu og menntaelítan eins og peningaelítan er gráðug og tekur til sín það sem ætti að tilheyra öðrum. Það er ekki nóg að vera Vinstri grænn og segjast vilja hlúa að þeim sem minna mega sín og hlúa svo bara að öðrum sem segjast vilja hlúa að þeim sem minna mega sín en gera það ekki. Ég sagði að það hlyti að vera erfitt að vera forsætisráðherra og maður sjálfur á sama augnablikinu. En allt er hægt. Á gamlárskvöld kom stór hópur afkomenda í heimsókn til okkar Völu og þar á meðal önnur Katrín, sonardóttir okkar þrettán ára. Hún þykir lágvaxin í okkar fjölskyldu og nett, undir fjörutíu kíló að þyngd. Hún kom inn á skrifstofuna mína og sá þar fyrir tvær kúabjöllur, hvor um sig þrjátíu og tvö kíló og beygði sig niður og tók þær upp eins og þær væru helíumblöðrur. Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins styrk í svo litlum líkama. Hún er fimleikakona og æfir mikið. Þar sem ég horfði á hana datt mér hug að kannski væri eina bótin sem vantaði í íslenska stjórnarskrá ákvæði um að sá sem vildi vera forsætisráðherra lýðveldisins yrði að æfa fimleika í Gróttu tuttugu og fjóra tíma í viku. Það ætti að duga. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar