Átta hundruð eldhressir Vesturbæingar í miklu stuði á þorrablóti Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2018 11:30 Stemningin var rosaleg á laugardagskvöldið. myndir/Erling Ó. Aðalsteinsson 800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. Þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið en það virðist komið til að vera. 800 manns fylltu íþróttahúsið þar sem svartur og hvítur litur réð ríkjum. Það kom í hlut Vesturbæinga að sjá um skemmtiatriðin í ár. Gummi Ben vinnur þessa dagana hörðum höndum að þáttum um strákana okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu, er staddur í Englandi af þeim sökum, og átti ekki kost á að veislustýra. Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV og KR-ingur, fyllti í skarðið. Saga Garðarsdóttir, grínisti sem spilaði fótbolta með KR á sínum yngri árum, fór með gamanmál. Svo var það Páll Óskar sem keyrði upp stemninguna á dansgólfinu inn í nóttina. Erling Ó. Aðalsteinsson, hirðljósmyndari KR-inga, var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af Vesturbæingum fagna þorranum. Það var Jói í Múlakaffi sem sá um veitingarnar. Fjölmörg kunnugleg andlit voru á svæðinu svo sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra auk Andrésar Jónssonar almannatengils og Álfrúnar Pálsdóttur, ritstjóra Glamour, svo nokkur séu nefnd. Þorrablót Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. Þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið en það virðist komið til að vera. 800 manns fylltu íþróttahúsið þar sem svartur og hvítur litur réð ríkjum. Það kom í hlut Vesturbæinga að sjá um skemmtiatriðin í ár. Gummi Ben vinnur þessa dagana hörðum höndum að þáttum um strákana okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu, er staddur í Englandi af þeim sökum, og átti ekki kost á að veislustýra. Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV og KR-ingur, fyllti í skarðið. Saga Garðarsdóttir, grínisti sem spilaði fótbolta með KR á sínum yngri árum, fór með gamanmál. Svo var það Páll Óskar sem keyrði upp stemninguna á dansgólfinu inn í nóttina. Erling Ó. Aðalsteinsson, hirðljósmyndari KR-inga, var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af Vesturbæingum fagna þorranum. Það var Jói í Múlakaffi sem sá um veitingarnar. Fjölmörg kunnugleg andlit voru á svæðinu svo sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra auk Andrésar Jónssonar almannatengils og Álfrúnar Pálsdóttur, ritstjóra Glamour, svo nokkur séu nefnd.
Þorrablót Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira