Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 13:04 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00