Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. vísir/epa Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira