Stokkurinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“.