Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 11:34 Skjáskot af falsfrétt um Ólaf Jóhann Ólafsson. Falsfréttinni er ætlað að hafa fé af grandalausum Íslendingum. Vísir/Skjáskot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar. Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar.
Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15