Hrakfarir kalla á ný vinnubrögð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar