Ótti við gegnsæi ríkur innan stjórnmálanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Jón Ólafsson prófessor fer fyrir stýrihópi um eflingu trausts á stjórnmálum. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira